Skip to main content

Þar sem sólin er alltaf

200505122005051237Á þessum björtu vordögum hér á Hala, fer senn að líða að lokum framkvæmdanna hjá smiðunum okkar við Þórbergssetur í bili. Í dag og fram á helgi munu þeir klæða viðbyggingarnar, setja gler í síðustu gluggana og ganga frá húsinu að utan. Þrátt fyrir að það sé búið að hólfa niður í ákveðin rými að innan, verður ekkert frekar gert með þau þar til á næsta ári, ef Guð og fjárlaganefnd lofar. Þótt vissulega hafi þurft að leysa öðru hvoru úr snúnum málum er það ekkert sem hinir snörpu smiðir, ásamt heimamönnum, hafa ekki getað leyst. Ferlið hefur því gengið vel og spennandi verður að fylgja því eftir og klára, á næsta ári.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4381
Gestir á þessu ári: ... 22404