Skip to main content

Styrkur

menningarrad00111.mai005Í gær, 11. maí, úthlutaði Menningarráð Austurlands styrkjum til ýmissa verkefna á Austurlandi og þar á meðal hlaut Þórbergssetur eina milljón króna. Þetta er annað árið í röð sem Setrið hlýtur veglegan styrk frá Menningarráði og mun hann fara í þýðingarverkefni og uppbyggingu á leikmynd sem mun prýða safnið þegar þar að kemur. Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs, veitti styrknum móttöku á Egilsstöðum við hátíðlega athöfn sem haldin var í tilefni úthlutunarinnar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4381
Gestir á þessu ári: ... 22404