Skip to main content

Gisting á Hala

thorbergsseturÍ sumar verður hægt að panta gistingu á Hala í Suðursveit í nýendurbættu, heimilislegu sérhúsnæði. Húsnæðið er tilvalið fyrir fjölskyldur og litla hópa sem vilja gista yfir nótt eða dvelja í Suðursveit um tíma, fara í gönguferðir eða fræðast um náttúru, mannlíf og umhverfi. Opnað verður 10. júní. 2005.

Hali er skráður sem gististaður í Ferðaþjónustu bænda

Um er að ræða uppábúin rúm eða svefnpokagistingu í þremur tveggja til þriggja manna fjölskylduherbergjum og fimm eins manns herbergjum. Alls 11 rúm auk viðbótarrúma, því hægt er að fá aukarúm eða dýnur ef óskað er. Herbergi eru án vasks eða salerna, en tvö góð baðherbergi eru í húsinu. Morgunverður er framreiddur og eldunaraðstaða er í nýuppgerðu eldhúsi með sambyggðri setustofu. Innan dyra eru skemmtilegar myndir og tilvitnanir í bækur Þórbergs Þórðarsonar og ýmis þjóðlegur fróðleikur úr Suðursveit.

Merktar gönguleiðir og ratleikur eru í nánasta umhverfi Hala þar sem sagan birtist við hvert fótmál. Hægt er að panta styttri eða lengri gönguferðir með leiðsögn þar sem bækur Þórbergs Þórðarsonar varða leiðina og lesið er í gamlar búsetuminjar. Lágmark 6 manns.

Þeir sem hafa áhuga á að gista á Hala, kynna sér uppbyggingu Þórbergsseturs eða njóta dvalar í Suðursveit geta haft samband í síma 478 - 1073 eða 893 - 2960. Á næstunni verða nokkrir skemmtilegir staðir sem gaman er að heimsækja kynntir inn á vefnum. Við hvert fótmál bíður sagan , af nógu er að taka þar sem sameinast náttúruskoðun sem tengist frásögum Þórbergs og bókum hans.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 105
Gestir þennan mánuð: ... 5427
Gestir á þessu ári: ... 23451