Skip to main content

Upp er að rísa Setur

200504141200504142Það er mikill kraftur í byggingarmálum hér að Hala í Suðursveit og daglega má sjá einhverjar breytingar. Áður en við er litið hefur viðbygging, vestra megin, risið upp og nú má sjá þar fagurlaga boga sem er hár og tilkomumikill. Í dag er boginn eystra megin í smíðum og má telja líklegt að hann klárist á morgun. Smátt og smátt er lagið á byggingunni sem hönnuðir gerðu ráð fyrir, að komast á, en hið einfalda byggingarlag „gulu hlöðunnar“ að hverfa. Það er því óhætt að segja sköpunin sé á áætlun og meðgangan góð!

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 69
Gestir þennan mánuð: ... 4449
Gestir á þessu ári: ... 22473