Skip to main content

Og veturinn kom aftur

200504031200504032Hér voru farfuglarnir farnir að vekja upp heimilisfólk á morgnana vegna fuglasöngs og atgangs í tilhugalífinu en hafa nú verið minntir óþyrmilega á að hafa sig hæga enn um sinn, því allt var orðið hvítt í morgun og býsna vetrarlegt um að litast. Það fær hinsvegar ekki stoppað framkvæmdir við Þórbergssetrið og eftir að hafa reist vegg inn í skemmunni sem skiptir henni í tvennt, klárað að klæða innveggi með gipsplötum, bollaleggingar með hæð og stærð á gluggum, er byrjað að reisa útveggi á viðbyggingu. Hún verður að mestu leyti úr gleri og því verður vítt til veggja og útsýni til allra átta. Talið er að helstu útlínur hennar verði tilbúnar fyrir næstu helgi.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 196
Gestir þennan mánuð: ... 5308
Gestir á þessu ári: ... 23332