Skip to main content

Og sköpunin heldur áfram

200503181200503182Í mistri og dulúð, þar sem eflaust margt býr í þokunni, halda byggingaframkvæmdir áfram í Suðursveit. Veggir innandyra hafa verið þiljaðir krossviði, loft er þakið gipsplötum og í dag mættu pípararnir. Þeir gerðu allar lagnir í gólfi klárar ásamt skolplögnum og nú er hafin steypuvinna á því af fullum krafti. Búið er að slá upp fyrir sökklum vestan megin skemmunnar, þar sem hin bókastoðin mun rísa og er það stefnan hjá hinum knáu og kátu smiðum að klára alfarið alla steypuvinnu fyrir páska.
Meðfylgjandi myndir sýna svo ekki verður um villst að rífandi gangur er á verkinu

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...