Skip to main content

Þórbergsdagur, 12. mars 2005

Íslenska esperantósambandið heldur jafnan upp á afmælisdag meistara Þórbergs 12. mars ár hvert, honum til heiðurs. Kristján Eiríksson stjórnarformaður og hagyrðingur mikill sendi okkur þessa vísu ásamt eftirfarandi auglýsingu um dagskrána og minnir á að allir eru velkomnir í heimsókn á Skólavörðustíginn næstkomandi laugardag.

Þórberg hyllum í þessum rann'
sem þar er vani.
Eflaust það gleður okkar mann
á astraplani.

Á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar, laugardaginn 12. mars, klukkan 14.00 -
16.00 verður dagskrá á vegum Íslenska esperantosambandsins í
esperantohúsinu, Skólavörðustíg 6b, um þýðingar úr þjóðtungum á esperanto
og þýðingar úr esperanto á þjóðtungur. Dagskráin er öll á íslensku.
Dagskrárliðir
1. (5-10 mín.) Stutt kynning á La Tradukisto (Þýðandanum) sem er eina
tímarit á Íslandi sem eingöngu birtir þýtt efni (ýmist á esperanto eða
íslensku).
2. (10-15 mín.) Baldur Ragnarsson: Íslenskar bókmenntir á esperanto.
Kaffihlé
3. (10-15 mín.) Kristján Eiríksson: Þýðingar úr esperanto.
4. (10-15 mín.) Stefán Briem: Vélrænar þýðingar með esperanto sem millimál.


Á milli atriða verða lesnar íslenskar þýðingar úr La Tradukisto og einnig
gefst mönnum þá kostur á að bera fram spurningar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4520
Gestir á þessu ári: ... 22543