Skip to main content

Bókastoð reist

bygging1027Íbokastod006 sól og nánast sumaryl heldur byggingarferli Þórbergsseturs áfram. Eftir helgina hafa hinir knáu smiðir einbeitt sér að byggingu svokallaðra bókastoða sem munu vera á sitt í hvorum enda skemmunnar og ramma inn bókakilina sem verða á norðurhlið hússins. Þetta verður, er óhætt að segja, einhvers konar auðkenni stofnunnar og mun vera það sem fólk sér fyrst frá veginum. Búið er að rífa að hluta járnið sem fyrir var af húsinu austan megin og undirbúningur fyrir bókastoðina gerður. Á meðan hefur heimamaðurinn Fjölnir, sléttað mölina innan í skemmunni svo fljótlega verður hægt að gera klárt fyrir steypuvinnu á gólfi. Hægt er að sjá frekar á vefnum hvernig byggingin mun líta út fullkláruð, en þar geta lesendur séð hvað við er átt þegar er talað um bókakili og bókastoðir

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 163
Gestir þennan mánuð: ... 9036
Gestir á þessu ári: ... 17076