Skip to main content

Dagbókarbrot

thorbFyrir 69 árum voru dagbókarfærslur Þórbergs Þórðarsonar þessar:

Sunnudagur 29. des. 1935.

Loft léttskýjað framundir kvöld, en verður smáskýjað með kvöldinu. Norðaustan andvari og stundum logn. Með kvöldinu ýmist logn, andvari eða gola. Sólskin, tunglsljós, norðurljós og fagur himinn.Hér um bil frostlaust.

Las rauða penna. Kenndi Esp. [Esperanto] Kl. 1.10 til 5.10 e.h.. Skrifaði bréf til M. [líklega Margrét] og kom í póst.

 Mánudagur 30. des.

Loft smáskýjað fram til klukkan 111/2 e.h.. Þá léttskýjað. Ýmist logn eða norðaustan andvari eða gola. Sólskin. Blíðviðri. Dálítið frost. Tunglsljós. Leiðrétti svör. Kenndi Esp. Kl. 7.40 – 11.50 e.h. Las Rauða penna. Las Alþýðublaðið. Talaði um stund við Arnbjörn Gunnlaugsson, systurson Magnúsar Arnbjarnarsonar.

Þriðjudagur 31. des.

Loft smáskýjað, ýmist logn eða austan andvari. Blíða, tunglsljós. Dálítið frost. Kenndi Esp. Kl. 1 – 5 e.h.. Leiðrétti spurningar. M. [Margrét] kom hingað. Gengum úti kl. 8.50 til 9.45 e.h.. Las Alþýðublaðið.

Miðvikudagur 1. janúar. 1936.

Loft smáskýjað og ýmist logn eða norðaustan andvari. Töluvert frost. Fagurt veður. Tunglsljós. Kenndi Esp. Kl.1 1/4 til 5.32 e.h. Gekk síðan úti og hitti Kiljan og Guðmund frá Miðdal.

Fimmtudagur 2. janúar.

 Loft léttskýjað fram til 4 e.h. Síðan hálfskýjað og eftir kl. 9 e.h. stórskýjað. Logn, tunglsljós. Himinblíða. Töluvert frost. Vaknaði ásamt M. Kl. 7 3/4 og fórum þá að klæða okkur. Fylgdi henni svo niður á Fagranes og skildum þar kl. 8.35 e.h. Hún hélt til Reykjavíkur, en ég gekk úti í 20 mínútur og leiddist. Háttaði síðan og var í bælinu til 4 1/2 e.h. Gekk úti kl. 5 - 6.10 e.h. Leiðrétti ritgerðir. Las Sjálfstætt fólk. Las Gösta Berling. Kenndi Esp. Kl. 8 – 12 e.h.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 187
Gestir þennan mánuð: ... 9059
Gestir á þessu ári: ... 17099