Skip to main content

Vetrarlegt í Suðursveit

snjohusSíðustu daga hefur verið vetrarveður í Suðursveit. Eins og sjá má á veðurlýsingum í dagbókinni á vefnum, snjóaði á þriðjudagskvöld og á miðvikudag var snjófjúk. Þessa viku höfum við verið að safna að okkur skemmtilegum orðum um veður og þegar litið er í dagbækur Steinþórs á Hala eða í bækur Þórbergs er ekki komið að tómum kofanum. Sem dæmi um orð sem virðast hafa verið algeng í daglegu tali má nefna, ágos, ástandur, austan frassi, það heiddi til, þykkt loft, kalsi, garri,  þurrafræsingur, hjúfur er líða tók á daginn, landnyrðingur, útsynningur o.fl. Ætla má að mörg orð um veður hafi fallið úr daglegu tali fólks eftir að veðurspár og veðurlýsingar urðu staðlaðar fyrir allt landið. Hins vegar er gaman að kunna á þeim skil og þau sýna vel hversu auðug íslensk tunga er af veðurorðum og ekki síður hversu athugult fólk hefur verið þegar kom að því að lesa í veður, umhverfi og náttúrufar. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474