Skip to main content

Nýtt á Þórbergsvefnum

seturÞórbergsvefurinn hefur verið endurbættur og alltaf er nýtt efni að bætast við. Kolbrá Höskuldsdóttir bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn starfsmaður við Þórbergssetur og hefur hún yfirumsjón með vefnum. Hún skrifar skemmtilega tilvitnun nóvembermánaðar úr Sálminum um blómið. Tvær áhugaverðar greinar sem fjalla um  franskar skútur og skipsströnd í Suðursveit hafa verið færðar undir liðinn í Suðursveit. Nýr liður, dagbók hefur bæst við og þar á að færa inn veðurlýsingar á Hala dag hvern, en það er mjög í anda þeirra Halabræðra, Þórbergs og Steinþórs. Einnig verður fjallað þar um það helsta sem er á döfinni í Þórbergssetri. Uppbygging Þórbergsseturs er hafin og vonast er til að hægt verði að opna það formlega næsta sumar. Þar verður móttaka fyrir ferðamenn og einnig sýning um Þórberg, veitingasala og fleira sem síðar kemur í ljós. Einnig er verið að innrétta íbúð á Hala til leigu fyrir fræðimenn eða aðra þá sem vilja dvelja í Suðursveit um stundarsakir og njóta þar útiveru, heimsækja þekkta staði og njóta bóka Þórbergs í raunverulegu umhverfi. Framundan er mikið uppbyggingarstarf og er öllum þeim sem vilja leggja málinu lið bent á að hægt er að hafa samband á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4520
Gestir á þessu ári: ... 22543