Skip to main content

Góði dátinn Svejk í Þórbergssetri

Þann 24 ágúst síðastliðinn kom í heimsókn að Hala, Helena Kadecková frá Tékklandi ásamt fríðu föruneyti. Helena er mikill Þórbergsvinur og einlægur aðdáandi íslenskra bókmennta og talar íslensku mjög vel. Hún kom færandi hendi en meðferðis hafði hún litla styttu af Góða dátanum Sveijk og gaf til Þórbergsseturs. Fylgdu gjöfinni heillaóskir og hvatning til heimamanna að byggja upp Þórbergssetur á Hala og minnast þannig eins merkasta rithöfundar íslensku þjóðarinnar
Helena stundaði nám í norrænum fræðum m.a. við Háskóla Íslands og skrifaði doktorsritgerð sína um íslenskar nútímabókmenntir, en hluti hennar fjallaði um Þórberg Þórðarson og Bréf til Láru. Einnig hefur Helena þýtt bók Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala á tékknesku og stóð fyrir útgáfu hennar. Helena dáir mjög Suðursveit og það umhverfi sem Þórbergur fjallar um í bókum sínum.  Helena kom fyrst að Hala sumarið 1965 fyrir tilstilli Þórbergs, dvaldi þá í 6 vikur og sinnti heimilshjálp á heimili Ingibjargar og Torfa Steinþórssonar. Strax þá talaði Helena góða íslensku en notaði dvölina til að þjálfa tungumálið og kynnast íslensku sveitalífi. Fyrir nokkru gaf Helena bréfasafn sitt með bréfum frá Þórbergi og er það varðveitt í Þjóðarbókhlöðu með öðrum skjölum og handritum Þórbergs.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474