Skip to main content

Skáldið og sekkjapípuleikarinn

seamus heaneyLaugardaginn 22. maí verður einn af dagskrárliðum Listahátíðar í Reykjavík frumfluttur í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Þetta er dagskráin ”Skáldið og sekkjapípuleikarinn” sem er nýjasta afurð Nóbelsverðlaunahafans Seamusar Heaneys og hins virta írska tónlistarmanns Liams O’Flynn sem leikur á hið sérstæða hljóðfæri Uilleann pipes eða “olnbogapípu”.

Dagskráin, sem byggir á írskum þjóðlögum og textum og ljóðum Seamusar Heaneys, sem hann flytur sjálfur, hefst kl. 21:00 laugardaginn 22. maí.

Miðasala er hafin í síma 470 8050. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að hlýða á dagskrá sem hefur farið sigurför um heiminn. Einnig er bent á fjölmarga aðra möguleika til afþreyingar og skemmtunar á Hornafirði, svo sem ferð á söguslóðir Þórbergs Þórðarsonar, jöklaferðir, veitingahús og margt fleira.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474