Skip to main content

Afmælisdagur meistara Þórbergs

slettaleiti smidja12. mars er afmælisdagur meistara Þórbergs. Í tilefni af þeim degi er málþing í Norræna húsinu og hefst kl. 16:00. Þar verður m.a. lesið upp úr verkum Þórbergs sem hann skrifaði á esperantó og hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Eitt af þessum bréfum er birt hér á vefnum í dag undir liðnum málþing ásamt dagskrá málþingsins.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ríður á vaðið í tilefni dagsins og velur uppáhaldskaflann sinn úr verkum Þórbergs. Birt er brot úr þeim kafla hér inn á vefnum og skýringar Halldórs hvers vegna hann valdi hann. Á næstu mánuðum er fyrirhugað að leita til þjóðfrægra einstaklinga og þeir beðnir um að fjalla um Þórberg og velja stutta kafla úr verkum hans til birtingar á vefnum.

Nýtt efni hefur verið að berast inn á vefinn að undanförnu. Þar má nefna efni úr eða um Suðursveit, greinar og fróðleikur. Þórbergssetur fékk styrk frá Menningargátt/menntamálaráðuneyti til skráningar menningarminja í tölvutækt form. Fyrsta verkefnið er nú komið inn á vefinn sem er skráning búsetuminja á eyðibýlinu Sléttaleiti í Suðursveit. Fjölbreytt efni um Suðursveit mun koma inn á vefinn á næstunni og verður það tilkynnt inn á póstlista Þórbergsvefjarins jafnóðum. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474