Skip to main content

Þórbergur og esperantó

Þórbergur Þórðarson var einn helsti hvatamaður að stofnun esperantofélags í Reykjavík á þriðja áratug 20.aldar. Hann vann markvisst að kynningu á alþjóðamálinu esperantó með kennslu og samningu kennslubóka, blaðagreina og ýtarlegs kynningarrits um málið (Alþjóðamál og málleysur, 1933). Á vefnum birtast nú greinar eftir Baldur Ragnarsson þar sem minnst er þessa mikilvæga starf Þórbergs. Það sem er sérstakt við þessi skrif er að önnur greinin er á esperantó og geta því esperantistar um allan heim farið inn á Þórbergsvefinn og lesið um starf esperantista á Íslandi og þátt Þórbergs í því. Greinarnar eru að finna undir liðnum ýmsar greinar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474