Skip to main content

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit

Stofnuð hefur verið sjálfseignastofnun um rekstur Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit. Stofnaðilar eru heimamenn á Hala og Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Samkvæmt skipulagsskrá Þórbergsseturs geta aðrir gerst stofnaðilar innan árs. Á málþingi um Þórberg sem halda á í næstu viku, nánar tiltekið 29. maí, gefst áhugafólki um starfsemi og uppbyggingu setursins kostur á að skrá sig á stofnskrá Þórbergsseturs. Í stjórn stofnunarinnar eru Fjölnir Torfason Hala, Steinþór Torfason Hala, Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Bergljót Kristjánsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Á málþinginu verða fyrstu verkefni Þórbergsseturs kynnt og undirritaður samstarfssamningur við 10 rannsóknar- og menningarstofnanir um uppbyggingu setursins. Dagskrá málþingsins er á hér á vefnum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar setur upp sýningu á munum úr eigu Þórbergs sem varðveittir eru á safninu og skemmtidagskrá verður um kvöldið. Allir eru velkomnir á málþingið til að njóta fræðslu og skemmtunar Skráning er á vefnum eða í síma 4781073 / 8932960 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 206
Gestir þennan mánuð: ... 8743
Gestir á þessu ári: ... 16783