Fréttir af málþingi
Fyrirhugað er að halda málþing um Þórberg Þórðarson á Hrollaugsstöðum í Suðursveit 29.maí næstkomandi. Dagskrá þingsins er að mótast og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á málþinginu. Í hópi fyrirlesara eru Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Vésteinn Ólason frá Árnastofnun, Svavar Sigmundson frá Örnefnastofnun og margir fleiri. Helga Jóna Ásbjarnardóttir, Lilla Hegga ætlar að segja frá samskiptum sínum við Sobeggi afa og Mömmugöggu. Jón Hjartarson leikari ætla að heiðra málþingið með þátttöku sinni og stíga á svið er líða fer á kvöldið. Dagskráin er birt í heild sinni inn á vefnum undir liðnum málþing. Þátttakendur geta skráð sig á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 478 -1073 Gistingu er hægt að panta að Smyrlabjörgum í síma 478 - 1074 eða að Hrollaugsstöðum í síma 478 - 1905.