Skip to main content

Skemmtileg Söguferð í Suðursveit

thor17Laugardaginn 13. júlí s.l. fór hópur fólks í "Söguferð með Þórbergi" en svo nefnist ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem komið hefur verið upp í nágrenni Hala í Suðursveit. Tilefnið var kynning á verkefninu og Þórbergssetri sem fyrirhugað er að koma á fót á Hala. Söguferð með Þórbergi er fyrir alla fjölskylduna; aðeins þarf að byrja á fyrsta skiltinu sem stendur við áningarstaðinn við þjóðveginn ofan við Hala.
Það er stórskemmtilegt að ganga um slóðir Þórbergs og fræðast um náttúruna, örnefnin og söguna á litlum skiltum, sem haganlega hefur verið komið fyrir á steinum úti í náttúrunni. Fjölnir og Þorbjörg á Hala hafa haft veg og vanda af leiknum. Með í för á laugardaginn var Torfhildur Hólm Torfadóttir á Hala, en sem barn fór hún oft með Þórbergi í söguferðir um nágrennið, eða landkynningarferðir eins og Þórbergur kallaði þær. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474