Skip to main content

Söguferðir í Suðursveit

Í sumar verður boðið upp á söguferðir á slóðum Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit. Annars vegar er um að ræða fróðlegar gönguferðir með leiðsögn en einnig hefur verið komið fyrir skiltum sem vísa veginn í skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna. Hvert skilti hefur að geyma bókstaf og þegar stöfunum hefur verið safnað saman kemur í ljós örnefni í grenndinni. Sannkölluð landkynningarferð, eins og meistari Þórbergur komst sjálfur að orði.
Söguferð með Þórbergi. Hefst við minnisvarðann á Hala. Skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Hægt að fara án leiðsagnar.

Söguferð með leiðsögn. Hefst við minnisvarðann á Hala. Lesið úr bókum Þórbergs og Steinþórs Þórðarsonar á nokkrum stöðum á leiðinni. Hægt að enda gönguna í Rótargilshelli í Steinafjalli Lengd 1 - 2 klst. Verð kr 500 pr/ mann

Horft til liðins tíma. Gönguferð um eyðibýlaslóð frá Steinum að Sléttaleiti og sögð stórbrotin saga búsetu og búskapar á síðustu öldum. Létt ganga, lengd 1 klst. Verð kr 500 pr/ mann

Ýmsar lengri gönguleiðir eða fjallaferðir með leiðsögn eru í boði samkvæmt sérstöku samkomulagi.

Pantanir og upplýsingar heima á Hala eða hjá Þorbjörgu í síma 478-1073, 853-2960 eða 893-2960.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8411
Gestir á þessu ári: ... 86474