Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fréttir af sumrinu og opnunartími í vetur

steinar og Þórbergur,,Lífið er alltaf að verða öðruvísi og öðruvísi", segir Þórbergur á einum stað. Það á sannarlega við árið 2020, þegar heimsfaraldur geisar og Íslendingar eins og aðrar þjóðir þurfa að takast á við nýjan veruleika. Þórbergssetur lokaði í fyrsta skipti síðan árið 2006  frá 20. mars til 1. júní. Starfsmenn Þórbergssetur nýttu kraftana í svokallað ,,eyðibýlaverkefni" sem að er skráning á fornum búsetuminjum í landslagi í Suðursveit. Verkefnið er unnið í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur átti veg og vanda að faglegri vinnu við mælingar og skráningu í samvinnu við Önnu Soffíu Ingólfsdóttur fornleifafræðinema.Margt afar merkilegt og fróðlegt kom í ljós og verður skilað inn nánari skýrslu um verkefnið að lokinni lokaskráningu og uppsetningu. Sækja á um styrk í menningarsjóð Suðurlands til að koma verkefninu í það form að hægt sé að kynna það almenningi á sýningum og í rafrænu formi á netinu. Halda á áfram í vetur og næsta sumar og taka þá fyrir fornar rústir á Mýrum.

Eftir fádæma rólegan júní  fór að lifna yfir gestakomum í Þórbergssetur í júlí  og mjög gaman var að taka á móti fjölda Íslendinga sem ekki höfðu komið áður í Þórbergssetur eða voru að rifja upp fyrri heimsóknir. Í júlí og ágúst komu um 16000 gestir í Þórbergssetur að njóta veitinga eða fara inn á sýninguna.Það er vitanlega mikil fækkun frá fyrri árum og engir hádegishópar lögðu leið sína á staðinn eins og áður. Í lok ágúst varð mjög rólegt á ný og nú er ákveðið að loka í 3 mánuði í vetur frá 1. nóvember til 1. febrúar. Einnig hefur daglegur opnunartími verið styttur og er nú bara opið frá klukkan 12 - 16 alla daga vikunnar.   Æskilegt er að hópar hafi samband með fyrirvara ef þeir hyggja á heimsókn eða veitingar í október.

Lesa meira

Þórbergssetur opið á ný

Þórbergssetur opnaði aftur 1. júní eftir að hafa verið lokað frá 20. mars síðast liðnum út af covid 19 veirunni . Þetta er í fyrsta skipti sem setrið lokar allt frá því starfsemi byrjaði þar árið 2006, aðeins tekið reyndar jólafrí í tvo daga sum árin.Starfsemin hefur þó alls ekki legið niðri og hefur tíminn verið notaður til að sinna ýmsum verkefnum svo og viðhaldi á húsi og húsmunum. Innan Þórbergsseturs er nú unnið að skráningu eyðibýla í Austur Skaftafellssýslu í samvinnu við Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Háskólasetrið á Höfn og er verkefnið byrjað í Suðursveit. Vonir standa til að fá til starfa tvo háskólanema í gegnum Nýsköpunarsjóð stúdenta til að sinna verkefninu í sumar.
Garðarnir tveir og tóftin á milli þeirra og bárujárnshúsiðFerðast verður  um til að leita  gamalla tófta og reynt að finna hvaða hlutverki þær gegndu og satt að segja hefur margt merkilegt komið í ljós strax núna á fyrstu vikum verkefnisins. Meðal annars var kannað fornbýli í Skarðahrauni sem áður hafði fundist og verður að teljast mjög merkileg rúst, þar sem ekki var vitað um byggð þar áður. Einnig hafa fundist margar hringlaga hlaðnar tóftir  úr torfi og eða steinum svokallaðar fjárborgir en í heimildum má finna m.a. hjá Sveini Pálssyni að fjárhús hafi ekki verið byggð í héraðinu fyrr en komið var fram á 19. öld, fé og sauðfé haft í fjárskjólum eða byrgjum. Í ritgerð Þorvalds Thoroddsen í Andvara segir t.d. að árið 1837 hafi ekkert fjárhús verið í Stafafellssókn, menn notuðu byrgi eða byggðu fyrir hellisskúta. Í Fornuborgum í landi Kálfafells eru geysimiklar tóftir og fjárbyrgi hlaðin, greinilega sem skjól fyrir sauðfé, en lítið sem ekkert um þær vitað.
Niðurstöður og samantekt úr þessu verkefni verður svo birt á Þórbergsvefnum. Gísli Sverrir Árnason sagnfræðingur hefur verið að vinna sem fræðimaður við Þórbergssetur fyrstu mánuði ársins og er að safna efnivið í bók um þau Eymund Jónsson í Dilksnesi og Halldóru Stefánsdóttur. Segja má að starfsemi Þórbergsseturs hafi því tekið stefnubreytingu á þessu ári og sjónum beint að því að safna ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi. Er það mjög í anda Þórbergs Þórðarsonar og sannarlega gert af virðingu við hans mikla starf í skráningu sagna af svæðinu.

Burstabæir Þorsteins Magnússonar frá Lækjarhúsum í Borgarhöfn

Margrét Torfadóttir frá Hala kom með að gjöf í Þórbergssetur síðast liðið sumar, -  fallegt handverk ættað úr Suðursveit . Þar eru komnir tveir haganlega smíðaðir bóndabæir sem eru handverk Þorsteins Magnússonar frá Lækjarhúsum í Borgarhöfn.
 
Þorsteinn var fæddur árið 7. júní 1899 í Borgarhöfn í Suðursveit. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og fylgdi henni á milli bæja þar sem hún var vinnukona, en dvaldi þó lengst með henni  á heimili Jóns bróður Guðrúnar í Borgarhöfn. Þorsteinn var trúlofaður Helgu Sigfúsdóttur  frá Leiti en fengu þau ekki að eigast og hún  gefin öðrum. Hann flytur til Reykjavíkur árið 1926 og býr þar til æviloka 1976. Var hann smiður góður og vann lengst af við smíðar og viðgerðir m.a. á Kleppsspítalanum í Reykjavík. 
 
Suðursveitin var Þorsteini ævinlega kær og áttu mörg heimili í Suðursveit falleg líkön af bæjum og kirkjum gerð af honum. Þorsteinn lenti í Sæbjargarslysinu  4. maí árið 1920. Þá var róið á opnum skipum, -  eins og bátarnir voru kallaðir,-  til fiskjar frá Bjarnahraunssandi, sem að var aðalútróðrastaður sveitarinnar. Skipið fékk á sig stórsjó í lendingu, svo það steyptist fram yfir sig og flestir lentu í sjónum. Þar bjargaðist Þorsteinn, vaðbundnir menn í landi komu honum til hjálpar,  en hann var þá aðeins 21 árs gamall. Faðir hans Magnús Sigurðsson drukknaði þarna í flæðamálinu svo og Stefán Gíslason vinnumaður á Kálfafellsstað. Ingólfur Guðmundsson vinnumaður þá á Kálfafellsstað lenti undir bátnum og fótbrotnaði illa og bar þess aldrei bætur alla sína ævi. Var þetta eina alvarlega sjóslysið í Suðursveit á tuttugustu öldinni þó að ekki hafi verið auðvelt að sækja sjóinn frá hafnlausri strönd, þar sem óbrotin úthafsaldan gekk á land. Matbjörg fólksins var sjórinn, en varlega var farið og ekki róið til fiskjar nema þegar sjóveður var gott og hagstætt veðurútlit.
 Burstabæir

 

Líkönin af burstabæjunum eru með þremur og fjórum burstum.  Á þakið er límt viðarkurl og á framhliðina er límdur grófgerður sandur og litlir steinar. Inn í bæjunum eru ljósaperur sem lýsa þá upp Annað líkanið er gert í mars 1968 vegna þáttanna um Krumma, frægrar persónu úr Stundinni okkar í sjónvarpinu. sem Rannveig Guðmundsdóttir stjórnaði, en Þorsteinn var mikill aðdáandi Krumma.  Gaman er að eiga þessa fallegu bóndabæi  í Þórbergsstri til minningar um mætan hagleiksmann, sem átti uppruna sinn í Suðursveit og færum við Margréti miklar þakkir fyrir.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 150
Gestir þennan mánuð: ... 5472
Gestir á þessu ári: ... 23496