Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Greinargerð yfir starfsemi Þórbergsseturs  árið 2021

Starfsemi Þórbergsseturs var um margt óvenjuleg árið 2021. Þar gætti áhrifa frá heimsfaraldinum Covid 19 enda Þórbergssetur aðeins opið í um sjö mánuði á árinu. Segja má að starfið hafi tekið mið af aðstæðum og þróast yfir í að sinna æ meira fræðastarfsemi, rannsóknum og miðlun menningararfs í stað móttöku ferðamanna. 

Árið 2021 var góðviðrasamt, gjarnan hægviðri framan af vetri og gott veður til útiveru. Því var auðvelt að halda áfram með skráningarverkefni um fornar rústir og búsetuminjar og vinnutími forstöðumanns fyrstu mánuði ársins var alfarið helgaður því verkefni. Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og er Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur og fornleifafræðinemi sá starfsmaður Menningarmiðstöðvarinnar er vinnur að verkefninu með aðilum frá Þórbergssetri.  

Lesa meira

„Okkar mesta mannverk er.“

Laxá í Nesjum brúuð árið 1910

Gísli Sverrir Árnason

laxa i nesjumFyrsti áratugur tuttugustu aldar einkenndist af félagslegri vakningu og margvíslegum framförum í Nesjum. Tvö félög voru stofnuð árið 1907, Málfundafélag Hornfirðinga og Ungmennafélagið Máni. Stóðu þau bæði fyrir öflugu félasstarfi og gáfu einnig út sitthvort sveitarblaðið sem gekk handskrifað bæ frá bæ um sveitina og á Höfn. Málfundafélagið stóð að blaðinu Baldri en Máni að Vísi. Sumarið 1907 var svo Fundarhús Nesjamanna byggt um miðbik sveitarinnar og var það vígt 29. september 1907. Húsið varð strax vettvangur félagsstarfs og samkomuhalds í sveitinni.

Nú var stutt í tvær mestu framkvæmdir í Nesjum til þessa; byggingu Laxárbrúar 1910 og nýja Bjarnaneskirkju við Laxá 1911. Bæði þessi mannvirki ullu straumhvörfum fyrir íbúa héraðsins og nýttust vel þann tíma sem þau stóðu en entust þó ekki jafn vel og til var ætlast í upphafi. Hér á eftir verður sagt svolítið frá vinnu við brúargerðina við Laxá árið 1910.

Lesa alla greinina eins og hún birtist í Eystrahorni (PDF)

Um áramót

Steinninn á hlaðinuStarfsárið 2021 var viðburðarríkt í Þórbergssetri þó að opnunartími væri styttri yfir árið eða aðeins sjö mánuðir vegna Covid heimsfaraldurs. Í sumar var fjölmenni í Þórbergssetri flesta daga og oft glatt á hjalla. Í stað hefðbundinna viðburða utan ferðamannatímanns var unnið að ýmsum verkefnum sem tengdust skráningu menningarminja. M.a. styrkti Þórbergssetur fræðastörf og söfnun merkra heimilda um sögu héraðsins og tók þátt í samstarfsverkefni um skráningu fornra rústa í Sveitarfélaginu Hornafirði með Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Unnið er að endurnýjun Þórbergsvefsins og safnað inn á hann nýju efni, en einnig var sett í loftið ný vefsíða www. busetuminjar.is. Ósk okkar er að á komandi ári losnum við undan erfiðum aðstæðum sem fylgt hafa heimsfaraldri og hægt verði að taka upp þráðinn á ný hvað varðar ýmsa menningarviðburði og hefðbundna starfsemi.
En ,,steinarnir tala" enn í Suðursveit, og haldið verður áfram veginn.  Þórbergssetur óskar því gestum og velunnurum sínum gleðilegs nýárs og farsældar á komandi ári. Við sendum kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða, þær veglegu gjafir sem borist hafa og þann góða hug sem þeim fylgir. Von okkar stendur til þess að með vorinu megi vænta ,,betri tíðar með blóm í haga" og lífið muni brátt færast í eðlilegt horf um víða veröld. Gleðilegt nýár.

Greinagerð yfir starfsemi Þórbergsseturs árið 2020

Árið 2020 hefur verið sérstakt hvað varðar starfsemi Þórbergsseturs ef borið er saman við fyrri ár. Þar ræður mestu um heimsfaraldurinn covid 19 og ýmsar breytingar á starfseminni vegna sóttvarnareglna og lokunar tímabundið. Fækkun erlendra ferðamanna hefur sett svipsinn á árið og hádegishópar eða heimsóknir erlendra ferðahópa stöðvuðust alfarið eftir 20. mars. Margir fastir menningarviðburðir hafa fallið niður, en þess í stað verið unnið að
ýmsum rannsóknar- og fræðaverkefnum.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...