Gaman saman í Þórbergssetri

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs sem verður haldin í Þórbergssetri sunnudaginn 27. mars kl 13:30


heimilisfólkið í Hraunkoti og fleiri Skaftfellinga birtast ljóslifandi í hugskotinu við lestur bókarinnar.
Samstarf Skriðuklausturs og Þórbergsseturs - Málþing um menningararfinn á Skriðuklaustri

Á Skriðuklaustri er hefð fyrir að hafa dagskrá á konudaginn sem að þessu sinni var sunnudagurinn 20. febrúar. Þórbergssetri var boðið að kynna þar verkefnið um búsetuminjar í Suðursveit. Vegna covid tókst ekki að mæta á staðinn en tæknin var notuð og erindið flutt i fjarfundi með beinu streymi. Tókst þetta með ágætum þó að væri hálf einmanalegt fyrir fyrirlesara að rýna í skjáinn í stofunni heima á Hala þá tókst að koma efninu vel til skila.
Greinargerð yfir starfsemi Þórbergsseturs árið 2021
Starfsemi Þórbergsseturs var um margt óvenjuleg árið 2021. Þar gætti áhrifa frá heimsfaraldinum Covid 19 enda Þórbergssetur aðeins opið í um sjö mánuði á árinu. Segja má að starfið hafi tekið mið af aðstæðum og þróast yfir í að sinna æ meira fræðastarfsemi, rannsóknum og miðlun menningararfs í stað móttöku ferðamanna.
Árið 2021 var góðviðrasamt, gjarnan hægviðri framan af vetri og gott veður til útiveru. Því var auðvelt að halda áfram með skráningarverkefni um fornar rústir og búsetuminjar og vinnutími forstöðumanns fyrstu mánuði ársins var alfarið helgaður því verkefni. Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs og er Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur og fornleifafræðinemi sá starfsmaður Menningarmiðstöðvarinnar er vinnur að verkefninu með aðilum frá Þórbergssetri.