Skip to main content
Á myndinni eru Agnes Eydal, Fjölnir, Sigrún Vala , Þorbjörg, Svana (Svanlaug Jóhannsdóttir)

Draumar, konur og brauð í Bíó Paradís

Á myndinni eru Agnes Eydal, Fjölnir, Sigrún Vala , Þorbjörg, Svana (Svanlaug Jóhannsdóttir)

Laugardaginn 20.apríl var boðað til frumsýningar á kvikmynd Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur í Bío Paradís. Myndin er leikin heimildarmynd í fullri lengd og heldur manni sannarlega hugföngnum allan tímann., - blanda af kómískum leiknum senum og mörgum hápunktum í einstakri túlkun listamanna eins og Svönu söngkonu, - kvennakórnum Ljósbrá  í Fjósinu undir Eyjafjöllum, söng völvunnar á Kálfafellsstað við Völvuleiðið undir Hellaklettum í Suðursveit og náttúrutengdum senum við texta skáldkonunnar Huldu ,,Gefðu mér jörð einn grænan hvamm, svo eitthvað sé nefnt. Stutt atriði í myndinni er tekið í kirkjunni á Kálfafellsstað á Ólafsmessu siðastliðið sumar , þar sem áhorfendur fá að kynnast sögu Völvunnar á Kálfafelsstað og fylgja kirkjugestum að Völvuleiðinu undir Hellaklettum.

Á töfrandi hringferð um fallega Ísland, kynnumst við líka kraftmiklum konum, sem reka einstök kaffihús hringinn í kringum landið en líka söngkonu, sem er að skrifa handrit og samferðakonu hennar.

Svana söngkona kemur við á litla kaffihúsinu við víkina í leit að hattinum sínum. Þar kemst hún að því, að VIP úr menningarelítunni í Reykjavík verður heiðursgestur á Sólstöðuhátíð sveitarinnar eftir viku.

Svana ákveður í skyndi að skrifa nú nýja útgáfu af leikritinu sínu, „Í hennar sporum“, fara hringferð um Ísland og stíga í spor kvenna, sem reka kaffihús á landsbyggðinni. Hún freistar þess að bjarga listamannsferli sínum með þessu móti og ná að sýna Millu, formanni Menningarnefndarinnar, afraksturinn á hátíðinni. Hún býður Agnesi líffræðingi far og saman koma þær við á 5 kaffihúsum og kynnast þar konunum sem þau reka, draumum þeirra og dagdraumum.

Frásagnarmáti myndarinnar er í anda töfraraunsæis að sögn leikstjórans Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur .Ásamt því að fylgjast með Svönu og Agnesi fara hringinn þá rifja þær upp þjóðsögur og minni landsins. Tónlist spilar mjög stóran þátt í verkinu og Svana söngkona sem líka er handritshöfundur og leikstjóri verksins ber hana uppi með sínum fallega söng og tjáningu.

Frumsamið efni er í myndinn m.a. tónverk og stef eftir Agnar Má Magnússon en einnig á Una Stefánsdóttir tvö frumsamin lög og  við hlýðum á gamalt þjóðhátíðarlag Magnúsar Eiríkssonar, ,, Ástfangin í þér" sem hljómar stórkostlega í útsetningu kvennakórsins Ljósbráar. 

Hér er á ferðinni listasmíð með einstökum efnistökum þar sem saga kvenna á landsbyggðinni er gerð sýnileg og þáttur þeirra í að viðhalda menningararfinum á kvenlegum nótum með bakstri, sögum og gestrisni.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 260
Gestir þennan mánuð: ... 1155
Gestir á þessu ári: ... 26156