Skip to main content

Sýningar

Í eystri sýningarsal eru breytilegar sýningar á milli ára, þar er líka veitingasalur fyrir 40 manns.
Einnig eru þar einstaka munir í sýningarstöndum, flestir tengdir Þórbergi og verkum hans.Í vestri sýningarsal er fjölbreytt sýning er tengist ævi og verkum Þórbergs Þórðarsonar, en einnig sögu þjóðarinnar á hinum ýmsu æviskeiðum skáldsins. Sýningin er sambland af fræðsluspjöldum og safni og hægt er að ganga inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um svæðið.

Þessi sýning hefur vakið mikla athygli.  Gestum er m.a. boðið upp á loft í fjósbaðstofunni á Hala, eins og hún var á uppvaxtarárum Þórbergs, en einnig inn á skrifstofu Þórbergs á Hringbraut 45 í Reykjavík.

Hönnuður sýningarinnar er Jón Þórisson leikmyndahönnuður

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit.
Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Sýningar
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Þórbergssetur er opið allt árið frá klukkan 9 á morgnana til 20:00 á kvöldin.
Í Þórbergssetri er fjölbreytt menningarstarfsemi, safn, minjagripasala og veitingahús.

Veitingar
Veitingar eru í boði, beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning. Veitingahúsið er opið allt árið.  Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Starfsemi

Þórbergssetur var opnað 1. júlí 2006 Þar er nú veitingasala, gestamóttaka, salerni, og tveir sýningasalir.
Arkitekt og hönnuður  hússins eru  Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson og hönnuður sýningar Jón Þórisson

Í Þórbergssetri er góð aðstaða fyrir 40 – 60 manna hópa að njóta dagskrár og þar er góður veitingasalur. Einnig er tekið á móti minni hópum allt eftir óskum hvers og eins  Lögð er áhersla á að kynna ,,veröld sem var” fyrir ekki svo löngu síðan, en það eru rúm 40 ár síðan einangrun Suðursveitar var rofin þegar jökulár voru brúaðar hver af annarri á árunum 1958 – 1968 Einangrun sveitarinnar var síðan endanlega rofin með opnun hringvegarins árið 1974.
Í Þórbergssetri er lögð áhersla á að kynna alþýðumenninguna og hvernig greina má áhrif hennar í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar, lesið er úr verkum Þórbergs og hlustað á frásögur Steinþórs Þórðarsonar á Hala bróður hans

Þórbergssetur er með starfsemi allt árið Á Hala er gisting fyrir alls 70 manns í tveggja manna herbergjum núna í þremur húsum bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm.  Hópum býðst að koma í dvöl á Hala og njóta fræðslu og veitinga í Þórbergssetri, fara í gönguferðir í nágrenninu eða ferðir með leiðsögn um Suðursveit. Viðkomandi hópum býðst að koma með eigin dagskrá eða njóta dagskrár á vegum Þórbergsseturs allt eftir óskum hvers og eins.

Hvað er í boði
Hægt að velja saman mismunandi viðfangsefni, útiveru, hlustun, upplifun inn á sýningu, umfjöllun um sögu og mannlíf, kvöldvöku með staðbundnu efni o. fl


1. Gönguferð í nánast umhverfi , ratleikur, fjallað um náttúrulýsingar Þórbergs, örnefni, þjóðsögur,    draugasögur, þjóðtrú, ,, talað við steina”
2. Kynning með powerpoint glærum á Þórbergi og umhverfi og umfjöllun um Suðursveit
3. Skoða sýningar í Þórbergssetri Leiðsögn á sýningu
4. Frásögur Steinþórs á Hala, þulur, ljóð, draugasögur, útburðarsögur, fróðleikur o.fl.
5. Setið í myrkri í fjósbaðstofunni og hlustað á lestur eða frásögur líkt og í gamla daga
6. Álar, umfjöllun um ála í verkum Þórbergs, álasögur, skoða ál
7. Möllers æfingar
8. Fjallaferð, náttúruskoðun, að finna fornminjar, búsetuminjar í landslagi, gönguferð að Klukkugili ( 4 – 5 klst gott veður)
9. Upplestur úr verkum Þórbergs

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 10
Gestir þennan mánuð: ... 6091
Gestir á þessu ári: ... 24114