Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Starfssemin

Þórbergssetur var opnað 1. júlí 2006 Þar er nú veitingasala, gestamóttaka, salerni, og tveir sýningasalir.
Arkitekt og hönnuður  hússins eru  Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson og hönnuður sýningar Jón Þórisson

Í Þórbergssetri er góð aðstaða fyrir 40 – 60 manna hópa að njóta dagskrár og þar er góður veitingasalur. Einnig er tekið á móti minni hópum allt eftir óskum hvers og eins  Lögð er áhersla á að kynna ,,veröld sem var” fyrir ekki svo löngu síðan, en það eru rúm 40 ár síðan einangrun Suðursveitar var rofin þegar jökulár voru brúaðar hver af annarri á árunum 1958 – 1968 Einangrun sveitarinnar var síðan endanlega rofin með opnun hringvegarins árið 1974.
Í Þórbergssetri er lögð áhersla á að kynna alþýðumenninguna og hvernig greina má áhrif hennar í verkum eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar, lesið er úr verkum Þórbergs og hlustað á frásögur Steinþórs Þórðarsonar á Hala bróður hans

Þórbergssetur er með starfsemi allt árið Á Hala er gisting fyrir alls 70 manns í tveggja manna herbergjum núna í þremur húsum bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm.  Hópum býðst að koma í dvöl á Hala og njóta fræðslu og veitinga í Þórbergssetri, fara í gönguferðir í nágrenninu eða ferðir með leiðsögn um Suðursveit. Viðkomandi hópum býðst að koma með eigin dagskrá eða njóta dagskrár á vegum Þórbergsseturs allt eftir óskum hvers og eins.

Hvað er í boði
Hægt að velja saman mismunandi viðfangsefni, útiveru, hlustun, upplifun inn á sýningu, umfjöllun um sögu og mannlíf, kvöldvöku með staðbundnu efni o. fl


1. Gönguferð í nánast umhverfi , ratleikur, fjallað um náttúrulýsingar Þórbergs, örnefni, þjóðsögur,    draugasögur, þjóðtrú, ,, talað við steina”
2. Kynning með powerpoint glærum á Þórbergi og umhverfi og umfjöllun um Suðursveit
3. Skoða sýningar í Þórbergssetri Leiðsögn á sýningu
4. Frásögur Steinþórs á Hala, þulur, ljóð, draugasögur, útburðarsögur, fróðleikur o.fl.
5. Setið í myrkri í fjósbaðstofunni og hlustað á lestur eða frásögur líkt og í gamla daga
6. Álar, umfjöllun um ála í verkum Þórbergs, álasögur, skoða ál
7. Möllers æfingar
8. Fjallaferð, náttúruskoðun, að finna fornminjar, búsetuminjar í landslagi, gönguferð að Klukkugili ( 4 – 5 klst gott veður)
9. Upplestur úr verkum Þórbergs

,,Fararefnið var andlegur arfur liðinna feðra og mæðra”

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit tók formlega til starfa 1. júlí 2006. Undirbúningur að starfsemi þess hafði þá staðið allt frá árinu 2000. Það vakti mikla furðu, ekki síst í minni heimabyggð, þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu menningarseturs til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni litu dagsins ljós og fáir skildu hvað að baki lá. Í huga okkar sem störfuðum að uppbyggingunni er Þórbergssetur hins vegar eðlilegt framhald þess menningarstarfs sem einkennt hefur sveitasamfélög á Íslandi og líf fólks í Suðursveit. Þeir bræður Þórbergur Þórðarson og Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit lögðu rækt við merkilegan menningararf og skiluðu honum til okkar í formi sígildra bókmennta og einstakra sagna frá liðinni tíð. Engin önnur sveit á Íslandi á sambærilegan menningararf. Tengingar við liðinn tíma birtast skýrt í verkum þeirra bræðra og þar má finna sterkt ákall um að menningarstarf til sveita megi blómgast áfram með tengslum við alþýðufróðleik frá liðnum tíma.

Það felst mikil auðlegð í menningu og sögu sveitasamfélaga á Íslandi. Hver kynslóð þarf að vera meðvituð um að tengja saman fortíð, samtíð og framtíð til þess að sérkenni menningarlífs hvers staðar og landshluta fái að lifa áfram í vitund okkar sem þjóðar. Alþýðumenningin er hámenning sveitanna, bókmenntir og sagnahefð áttu sér ríkan sess í þjóðarsálinni, og með þá arfleifð lögðum við af stað við uppbyggingu Þórbergsseturs. Bókaveggurinn sem nú blasir við vegfarendum sem leið eiga um Suðursveit er tákn um þann menningararf sem við eigum dýrastan, tákn um bókmenntir okkar og sagnahefð, þessar meginstoðir alþýðumenntunar og alþýðumenningar á Íslandi.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Ofvitinn - 2

Hefur nokkurn tíma verið uppi Íslendingur sem er eins eðlilegur í sér og ég

                                                                                                                        Ofvitinn

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690439

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi