Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Að loknu ári 2017

 

Starfsskýrsla Þórbergsseturs fyrir starfsárið 2017

Árið 2017 er liðið í aldanna skaut. Á margan hátt var árið gjöfult, veðurfar gott, - og mannlífið á Hala einkenndist af miklum straumi ferðamanna alls staðar að úr heiminum. Sjá má í gistiskýrslum á Hala að markaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu nær nú orðið í auknum mæli til alls heimsins, Asíubúum og Bandaríkjamönnum fjölgar mjög, en einnig kemur fólk frá Suður Ameríku, frá Afríku, og frá ýmsum fjarlægum löndum, sem ekki hafa áður verið merkt inn á skýrslurnar. Gestakomur á teljara við aðaldyr Þórbergssetur voru þó færri eða 187.620 árið 2017 á móti 191.681 á árinu 2016. Munar þar mestu að færri gestir komu á háönn yfir sumartímann og mátti vel greina það í rólegri dögum en áður. Engu að síður var árið gott ferðaár og mikið um að vera í Þórbergssetri alla daga. Mikil aukning var í janúar en þó mest í marsmánuði og ræðst það af góðu veðurfari sem hefur óneitanlega mikil áhrif á ferðamannastraum yfir veturinn. Fleiri erlendir ferðamenn nýta sér nú aðgang að sýningu Þórbergsseturs eftir að hljóðleiðsögn með 9 tungumálum er til staðar og mælist það sérstaklega vel fyrir.

Lesa meira.....

Að loknu ári 2016

Árið 2016 var viðburðarríkt svo sem sjá má í starfsskýrslu Þórbergsseturs sem birt er hér á síðunni. Fjöldi ferðamanna heimsóttu Þórbergssetur og nú geta þeir fengið hljóðleiðsögn um safnið á 9 tungumálum. Þrátt fyrir miklar annir tókst að halda úti metnaðarfullri menningardagskrá, og erlendir gestir  njóta þjóðlegra veitinga og skoða sig um á staðnum.

Starfsskýrsla Þórbergsseturs fyrir starfsárið 2016

Að loknu ári 2016 er margs að minnast. Árið 2016 er tíunda heila starfsár Þórbergsseturs, en það var opnað formlega 1. júli 2006. Þess var minnst með ýmsum hætti sem kemur fram hér í starfsskýrslunni. Mikill fjöldi ferðamanna sótti staðinn á árinu og samfelld aukning kom fram á teljara við útidyr alla mánuði ársins. Hlutfallslega mest er aukningin yfir vetrarmánuðina, en alls voru 191.681 gestakomur yfir árið á móti 160.069 á árinu 2015. Hátoppur vetrarferðamennskunnar er í febrúar með 15.720 gestakomur og mars með 16.761 gestakomur, en sumarmánuðina júli og ágúst eru gestakomur 24.293 og 23.326. Rólegust var umferðin í janúar og apríl á síðasta ári eða 10.537 og 10.632 gestakomur og meira segja í desember voru fleiri gestakomur eða 12.637 þó að lokað væri í þrjá daga á gistiheimilinu á Hala yfir jólin og þar af leiðandi færri á ferðinni þá daga.

Lesa meira.....

Að loknu ári 2015

Starfsskýrsla Þórbergssetur fyrir árið 2015

Að loknu ári 2015 kemur berlega í ljós hversu margbreytileg starfsemi fer fram innan Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit. Aukinn ferðamannastraumur, aukin veitingasala og minjagripasala gefur nú þær aukatekjur sem skipta mestu máli og tryggja í raun fjárhagslegan rekstur Þórbergsseturs, sem viðbót við framlag ríkisins ár hvert. Þórbergssetur fær 10% af brúttórekstri veitinga- bóka – og minjagripasölunnar í sinn hlut. Árið 2015 var mikil aukning erlendra ferðamanna og umfang og sala veitinga og minjagripa jókst verulega frá fyrra ári eða um allt að 60%. Aðsókn Íslendinga hefur dregist saman hlutfallslega en æ fleiri erlendir ferðamenn koma í heimsókn á Hala, njóta þar heimafenginna veitinga , skoða sig um á sýningum og njóta einstaks umhverfis. Jafnframt þessu hefur Þórbergssetri tekist að halda uppi öflugri menningarstarfsemi og árlegir viðburðir hafa fest sig enn betur í sessi.

Lesa meira.....

Að loknu ári 2014

Árið 2014 er nú liðið í aldanna skaut. Hvað varðar starfsemi Þórbergsseturs má segja um þetta ár að það hafi verið með eindæmum gjöfult ár. Mikill ferðamannastraumur, aukin umferð í Þórbergssetri m.a. vegna fjölgunar gistirýma á Hala og einstaklega gott veðurfar einkenndu árið 2014.

Margt kemur á óvart og hefði ekki með nokkru móti verið hægt að segja fyrir um þá þróun þegar starfsemin hófst árið 2006, jafnvel ekki fyrirséð fyrir aðeins þremur árum síðan. Í fyrsta lagi þá er ferðamannastraumur nú jafn allt árið um kring, greina má þó tvo hátinda, þ.e. frá 15. febrúar til loka marsmánaðar og síðan yfir hásumarið frá því í byrjun júlí til loka ágúst. Það er sá tími sem Íslendingar koma í heimsókn í Þórbergssetur, en þeir sjást vart þar fyrir utan. Á jaðartímum þ.e. haust og vor er einnig veruleg aukning ferðamanna. Í öðru lagi kemur það mjög á óvart hversu mjög aðsókn útlendinga hefur aukist og er þar áberandi aukning ferðamanna frá Asíu og Bandaríkjunum, en Evrópubúar láta meira sjá sig yfir sumarið á hinum hefðbundna ferðamannatíma. Hlutfall erlendra ferðamanna sem koma í Þórbergssetur hefur aukist verulega.

Lesa meira.....

Að loknu ári 2013

Árið 2013 er liðið og það sem einkennir það ár umfram allt annað er gífurleg aukning ferðamanna, allt árið um kring. Sú staðreynd hefur eflt mjög starfsemi Þórbergsseturs sem jafnframt þýðir þó að starfsemin einkennist í meira mæli af móttöku ferðamanna og þjónustu við þá en áður. Menningarviðburðir hafa jafnvel þurft að víkja til hliðar og markaðssetning meðal Íslendinga er minni en áður þar sem ekki reynist unnt að finna tíma til að taka á móti hópum í helgardvöl. Engu að síður var árið viðburðarríkt og Þórbergssetur markar sér sérstöðu með því að leggja áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira.....

Að loknu ári 2012

Árið 2012 hefur verið viðburðarríkt ár í Þórbergssetri eins og oft áður. Gestakomur voru tíðar og aukin aðsókn að safninu enda ekki eldgos eða önnur náttúruvá sem hafði áhrif á umferð ferðamanna eins og næstu tvö ár á undan. Ekki hefur tekist að koma tölu á þá gesti sem koma í Þórbergssetur eða hversu margar gestakomur eru, en áætlað er að það muni vera a.m.k. um 22.000 gestakomur á ári. Aðsókn á sýningar er mun minni eða áætlað um 6000 manns á árinu 2012. Umferð yfir vetrartímann hefur aukist, þar munar mestu um erlenda ferðamenn sem heimsækja Skaftafellssýslur, gista og njóta veitinga á Hala, en fræðast um leið um umhverfi og náttúru, Þórberg Þórðarson og verk hans. Ljósmyndarar dvelja oft í 4 – 5 daga og reyna að fanga litbrigði náttúrunnar á nóttu sem degi og fagna mest norðurljósum og stjörnubjörtum nóttum. Starfsemi ársins 2012 einkennist því af móttöku erlendra ferðamanna í auknu mæli, bæði einstaklingum og hópum og fræðslu til þeirra. Þannig haslar Þórbergssetur sér völl sem ferðamannastaður sem leggur áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira.....

Að loknu sumri 2012

Árið 2012 hefur verið viðburðarríkt ár í Þórbergssetri eins og oft áður. Gestakomur voru tíðar og aukin aðsókn að safninu  enda ekki eldgos eða önnur náttúruvá sem hafði áhrif á umferð ferðamanna eins og næstu tvö ár á undan. Ekki hefur tekist að koma tölu á þá gesti sem koma í Þórbergssetur eða hversu margar gestakomur eru, en áætlað er að það muni vera a.m.k. um 22.000 gestakomur á ári. Umferð yfir vetrartímann hefur aukist, þar munar mestu um erlenda ferðamenn sem heimsækja Skaftafellssýslur, gista og njóta veitinga á Hala, en fræðast um leið um umhverfi og náttúru, Þórberg Þórðarson og verk hans. Ljósmyndarar dvelja oft í 4 – 5 daga og reyna að fanga litbrigði náttúrunnar á nóttu sem degi og fagna mest norðurljósum og stjörnubjörtum nóttum.  Starfsemi ársins 2012  einkennist því af móttöku erlendra ferðamanna  í auknu mæli, bæði einstaklinga og hópa og fræðslu til þeirra. Þannig haslar Þórbergssetur sér völl sem ferðamannastaður sem leggur áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi  auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira.....

Viðburðir og starfsemi árið 2011

Þórbergssetur hefur nú lokið sjötta starfsári sínu. Eins og áður var starfsemin fjölbreytt, einstaka menningarviðburðir en jafnframt móttaka fjölmargra ferðahópa innlendra sem erlendra.

Helstu verkefni á árinu 2011 eru eftirfarandi:

Lesa meira.....

Að loknu sumri 2011

Sumarið 2011 hefur um margt verið sérstakt í Suðursveit. Vorið var snemma á ferðinni en í lok maí hófst gos í Grímsvötnum og ösku rigndi yfir  Halabæina og Breiðamerkursand í um sex klukkustundir aðfaranótt 22. maí. Sérkennileg lífsreynsla sem gleymist aldrei, en minna var um gestakomur í Þórbergssetri í vor vegna þessa. M.a. frestaðist málþing sem átti að vera um bókmenntir og ferðaþjónustu og heimsókn þýskra blaðamanna sem koma áttu vegna bókamessu í Frankfurt féll niður. Veðurfar í júnímánuði var frekar óhagstætt til ferðamennsku um austanvert landið, kalt og sólarlítið, þess vegna var áfram rólegt í Þórbergssetri framan að sumri. Allmargir hópar dvöldu á Hala og nutu menningardagskrár, bæði innlendir leshópar, erlendir hópar og fjallgöngumenn. Þar á meðal var 45 manna danskur hópur sem dvaldi í tvo daga á Hala og einnig íslenskur hópur sem dvaldi í þrjá daga og ferðaðist um Suðursveit, naut dvalar á Hala og las sig inn í verk Þórbergs og umhverfið.

Lesa meira.....

Viðburðir og starfsemi árið 2010

Þórbergssetur hefur nú á fimmta starfsári sínu sannað tilverurétt sinn sem menningarsetur í sveit á Íslandi með öfluga starfsemi allt árið. Með undirritun rekstrarsamnings við mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands hefur Þórbergssetur fengið þá viðurkenningu að vera eitt af þremur rithöfundasöfnum Íslands og gegnir þar með mikilvægu hlutverki sem ein af menningarstofnunum Íslands.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Bragi Ólafsson segir:

Tilvitnunin sem ég vel er síðasta erindi kvæðisins Fútúrískar kveldstemningar úr Eddu Þórbergs:

Láttu geisa ljóð úr bási,
spæjari! Varstu sprok að segja?
Sprungu lýs á rauðri tungu?
Glyserin er guðleg læna.
Gling-gling-gló og hver á hróið?
Nybbari sæll og Nói skrubbur!
Nonsens, kaos, bhratar! monsieur!

Lesa meira...

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690439

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi