Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Sléttaleiti - nú í eyði - örnefni

Stefán Einarsson skrifar:

Heimildarmaður:  Steinþór Þórðarson

Á átjándu öld byggðist Sléttaleiti frá Steinum, sem þá fóru í eyði vegna ágangs Steinavatna(1). En nú er Sléttaleiti enn í eyði.
Sléttaleiti skilst mér rétt ei heiti;
betur færi, að Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.


Ort í Suðursveit. Oddný á Gerði orti Formannavísur um Suðursveitunga, og líka var til bragur um bændur í sveitinni.
Vísa um Benedikt á Hala:
Hala byggir hann,
þótt ríði mikið blindfullur á Báleygs kvon.
Benedikt er Þorleifsson.

Lesa meira.....

Breiðabólsstaður - örnefni

Stefán Einarsson, prófessor:
Heimildarmaður: Steinþór Þórðarson, bóndi.
Landamerki milli Reynivalla og Breiðabólstaðar er bein lína úr Markhólma(1) í Breiðabólstaðarlóni(2) í þúfu á Austasta-Borgarhrauni(3) og bein lína upp til jökla og suður að sjó.
Vestast í landinu er Austasta-Borgarhraun. Það dregur nafn af fjárborg, sem hefur verið hlaðin á hraunið. Austan megin Borgarhrauns eru Ytri-Mýrar(4), en Efri-Mýrar(5)ofar upp að veginum. Fyrir öllu Breiðabólstaðarlandi að sunnan liggur lón, Breiðabólstaðarlón.

Lesa meira.....

Fell - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

 

Breiðá(1) er fyrir vestan landamerkin. Oftast rann hún fram miðja Breiðáraura(2), en 1946 austur undir Nýgræðum(3), þar sem sýnt er á korti Ameríkana. Nú rennur hún vestur í Fjallsá(4) og þar til sjávar. Landamerki milli Fells og Breiðamerkur(Breiðár) eru lína úr vörðu á sandinum fram við sjó um Hálfdánaröldu(5) í Kaplaklif(6) í  Máfabyggðum(7). Hálfdanaralda er jökulalda. Þar við drukknaði maður, Hálfdan, í lóni um eða eftir aldamót síðustu. Nýgræðnakvíslar(8)spretta úr jökli og renna nálægt landamærunum í Breiðárlón(9) og -ós(10).

Lesa meira.....

Reynivellir - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

Örnefni í túni og heimavið bæ:
Innan túngirðingar vestast er Heimaskriða(1), svo Myllutótt(2), Skrápflötur(3), dregur nafn af því,að hákallsskrápur var spýttur þarna til þurrks og notaður til skæðaskinns. Svo er Fiskagirðing vestri(4), sem til heyrði Efri-Bænum. Svo er Efsta-Lambhússenni(5), Vestri-Ekra(6), Mið-Ekra(7) og Eystri-Ekra(8). Þá er Hádegisþúfa(9). Á henni miðuðu dönsku mælingamennirnir hásuður á Reynivöllum. Þá er Árnalág(10), þá Skemmuskák(11), þá Völkuskák(12), þá Austurskákar(13), þá Kroppinbakur(14), steinn, sem oltið hefur ofan í túnið, þá annar steinn, kallaður Belgur(15), er setur fram maga.

Lesa meira.....

Staðarfjall - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Staðarfjall tilheyrir Breiðabólstað og heitir því í rauninni Breiðabólstaðarfjall(1). Þórbergur álítur það vera Papýlisfjall(2), svo og E.Ó.S.
Í því og á Steinadal eru aðalskógarleifar í Suðursveit. Í þeims kógi við fjallsrætur halda Suðursveitungar samkomur. Norðvestur af Vatnsdal(3) eru tveir tindar á egginni vestan Brókarjökuls(4), sem heita Karl(5) og Kerling(6), sjást af Steinasandi(7).
Vatnsdalur er norðvestan af Staðarfjalli. Hann dregur nafn af því, að þegar skriðjöklar gengu lengst fram fyrir síðustu aldamót,gekk lág jökultunga fyrir op dalsins að sunnan, svo að ekki varð frárennsli úr honum.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Bréf til Láru - 2

Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.

Bréf til Láru

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690439

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi