Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Leyndardómar Suðursveitar

Það var ennþá svarta myrkur þennan morgun, klukkan var ekki orðin fimm, en samt voru komin ljós í glugga á bæjunum á Hala. Fólk sást hlaupa milli bæja, bera saman bækur sínar, spá í veðrið og veðurspána milli þess sem borðaður var staðgóður og vel útilátinn morgunverður. Tekið var til nesti handa hverjum og einum sem ætla mætti að dygði meðalmanni í tvo daga, fundnir mannbroddar og reynt hvort leðrið í þvengnum dygði nú ekki eina ferðina enn og síðast en ekki síst voru valin bestu og léttustu klettaböndin, þau gerð upp í jafna og fallega hringi, síðan bundið vandlega að hringnum og að lokum bundin tvöföld lykkja um vaðinn svo þægilegt væri að bera hann á öxlinni.

Dagurinn er 20. september 1985, það var ætlun fjögurra manna að freista þess að komast að því hvað hefði orðið um fjárhóp sem vitað var að hafði haldið sig í og við Mávatorfu í Innri-Veðurárdal síðasta vetur og jafnframt að kanna betur fjöllin og jöklana á þessum slóðum.

Þetta var í fimmta sinn sem lagt var upp í sérstakan jökla- og landkönnunarleiðangur af bændum í Suðursveit á 200 hundruð ára tímabili, sérstaklega til að kanna landvæðið vestan Þverártindseggja og Veðurárdalsfjöll. Fyrsti leiðangurinn var farinn 1793, annar 1850, þriðji 1928 og sá fjórði var farinn 1932.

Lesa meira.....

Ferming í Suðursveit fyrir 50 árum

Torfhildur Hólm Torfadóttir skrifar:

Árið 1959 rann upp með hvítri snjóþekju á jörðinni og tunglskinsbjartri nýársnótt. Þetta herrans ár áttu þrír unglingar í henni Suðursveit að ganga fyrir gafl og staðfesta skírnarheitið. Þetta voru Sigurgeir Jónsson á Skálafelli, Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir á Brunnavöllum og undirrituð Torfhildur Hólm Torfadóttir á Hala. Presturinn, séra Sváfnir Sveinbjarnason á Kálfsfellsstað kallaði okkur til sín fyrir páskana og setti okkur fyrir það sem skyldi læra fyrir ferminguna. Við áttum að læra utanbókar 25 sálma og marga aðra áttum við að lesa yfir og kynna okkur. Við áttum að læra fjallræðuna utanbókar, sæluboðin, trúarjátninguna, faðirvorið og einhverjar fleiri ritningagreinar. Einnig áttum við að lesa biblíusögurnar vel og vandlega. Mér féll nú allur ketill í eld þegar ég sá alla þessa sálma sem þurfti að læra. Þá voru góð ráð dýr.

Lesa meira.....

Orð á jólaföstu

Skrifað af Zophonías Torfason frá Hala í Suðursveit:

Góðir kirkjugestir og sveitungar!

Þetta verða nokkuð sundurlausar vangaveltur um lífið og tilveruna og upprifjun á löngu liðnum tíma sem ég býð upp á hér í dag. En af tillitsemi við þau ykkar sem minna þekkja til mín og aðstæðna hér í byggðarlaginu þá vil ég forðast að þetta verði eins og kunningjaspjall og nefni fólk með fullu nafni og tengi það heimahögunum eins og þjónar frásögninni.

Ég er kenndur við Hala, þar fæddist ég, en hins vegar ólst ég upp hér á Hrollaugsstöðum nokkurn veginn til jafns við Hala. Hér hljóp ég um stéttir og hlöð, tún og hlíðar og lék mér við börnin hér í Miðþorpi eins og þetta byggðarlag í miðri Suðursveit var ævinlega kallað og er enn. Og hér í Þorpinu ætla ég að dvelja við í minningabrotum mínum í dag.

Faðir minn, Torfi, var skólastjóri og kenndi flestar námsgreinarnar við Hrollaugsstaðaskóla á þessum tíma - og Ingibjörg móðir mín sinnti barnauppeldi og heimilisstörfum og hafði í nógu að snúast enda vorum við orðin 8 systkinin þegar ég hvarfla í huganum ein 50 ár aftur í tímann, segjum á jólaföstunni 1962.Það er komið að enn einum fardögum í lífi þessarar stóru fjölskyldu. 

Lesa meira.....

Heillandi Suðursveitarfjöll

Hjörleifur Guttormsson
(Birtist í Morgunblaðinu sumarið 2001)
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbreytni í náttúru, hvort sem litið er á jarðfræði, landmótun eða lífríki. Ef sögu og amstri mannfólksins er bætt við svo langt heimildir ná verður heimsókn í Suðursveit ógleymanleg og þetta landshorn kallar þig aftur og aftur á vettvang. Að nógu er að hverfa fyrir ferðafólk sem hafa vill þak yfir höfuð, bæði í bændagistingu innansveitar og í grenndinni.

Í fyrra kom út sérstakur bæklingur um Suðursveit gefinn út af áhugamönnum heima fyrir með uppdrætti og lýsingum á gönguleiðum og mörgum myndum. Er það fyrsta kortið í útgáfuröð um gönguleiðir í Austur-Skaftafellssýslu og mikill fengur fyrir þá sem ferðast ætla um þennan landshluta.

Lesa meira.....

Frá Steinum og Sléttaleiti í Suðursveit

Erindi sem Benedikt Þorsteinsson frá Sléttaleiti  flutti  á ættarmóti sem niðjar Þorsteins Jónssonar og Þórunnar Þórarinsdóttur héldu. Þorsteinn og Þórunn  bjuggu á Sléttaleiti 1908 – 1935 ásamt börnum sínum.
Heimildir greina frá að með vissu hafi verið búið í Steinum  frá árinu 1600 og sennilega nokkuð lengur. Upphaflega hafa Steinar verið í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar sem nam land í Hornafirði og bjó fyrst undir Almannaskarði og síðar á Breiðabólsstað. Ýmis örnefni í landi Steina og Breiðabólsstaðabæja benda til að Papar eða aðrir kristnir menn hafi búið þar áður svo sem  eins og Papbýlisfjall sem  síðar nefndist Breiðabólsstaðarfjall eða Staðarfjall. 

Lesa meira.....

Lambayfirsetur í Staðarfjalli .

Frásögn Þorsteins Guðmundssonar hreppstjóra frá Reynivöllum í Suðursveit:

Fráfærurnar voru hátíðisdagar fyrir unga fólkið, eða svo fannst okkur unglingunum fyrir vestan Steinasand. Bæirnir þar eru sex, á Reynivöllum er tvíbýli, Breiðabólsstaðarbæirnir eru þrír, Breiðabólsstaður, Hali og Gerði og svo Sléttaleiti. Þessir bæir höfðu alltaf samfélag um fráfærur og lambayfirsetur.
Lömbin voru tekin frá ánum seinnipart dags og rekin ásamt geldfé því sem fyrirfannst í heimahögum inn í Staðarfjall og fylgdu margir af bæjunum fjárrekstrinum. Þegar þangað kom var féð rekið í rétt, geldfé dregið úr og rekið vestur í svonefnda höfða svo það yrði ekki á vegi fráfærnalambanna, en þau voru því næst rekin inn í Rannveigarhelli og geymd þar yfir nóttina og steinum hlaðið í hellismunnann.

Lesa meira.....

Sléttaleiti í Suðursveit

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum. Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa:


Sléttaleiti skilst mér síst að heiti
betur færi, ef Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.

Lesa meira.....

Slys í Suðursveit

Ragnar Ægir Fjölnisson og Fjölnir Torfason skrifa:
Birt í skólablaði Hrollaugsstaðaskóla vorið 2002
Faðir minn Fjölnir Torfason, sagði mér þessa sögu einu sinni þegar við vorum á ferð meðfram Mjósundarárgljúfrinu í Hólmafjalli. Afi hans, Steinþór Þórðarson sagði honum frá þessum atburði oftog mörgum sinnum þegar þeir áttu leið þarna um.
Þann 21.júlí 1890 varð sviplegt slys í Suðursveit. Þeir bræður Gísli, 25 ára og Runólfur, 12 ára Eyjólfssynir á Reynivöllum  höfðu farið að bjarga kind úr svelti fremst í Mjósundarárgljúfrinu. Mjósundarárgljúfur liggur á milli  Fellsfjalls og Hólmafjalls og sést af þjóðveginum þegar ekið er neðan við Reynivelli.

Lesa meira.....

Fráfærur í Suðursveit

Grein eftir Steinþór Þórðarson Hala, birtist í jólablaði Tímans 1943

Fráfærudagurinn var einn af merkisdögum í mínu byggðarlagi. Það var hlakkað til hans dagana á undan, eins og til jólanna. Tilhlökkun eldra fólksins var
bundin við vaxandi björg í búið, sem þá var oft þörf á þeim tíma árs, en okkar unglinganna við smalamennsku, yfirsetu lambanna og fleira. Nú  eru  liðin 15 ár síðan ég var síðast við fráfærur. –  Ætla  ég  því að  rifja  upp ýmisleg tfrá fráfærunum, eins og þær voru framkvæmdar í mínu byggðarlagi.
Fyrst þegar ég mundi eftir var stíað eins og það var kallað.

Var það undirbúningur undir fráfærurnar og stóð hálfan mánuð, og var gert á þann hátt, að ærnar og lömbin voru rekin í rétt á kvöldin, lömbin tekin frá ánum yfir nóttina og byrgð í húsi , sem stóð við réttina og var kallað stekkur, en umhverfið kringum réttina var kallað Stekkjatún eða Stekkjaból.

Lesa meira.....

Forn rúst í Steinadal í Suðursveit

Bjarni F. Einarsson skrifar:

Vindás í Steinadal
Fyrir fáeinum árum var mér sagt frá því að bóndinn á Hala, Fjölnir Torfason, teldi sig hafa fundið rústir býlisins Hofs eða Vindáss í Steinadal. Þegar ég var við rannókn í Hólmi sumarið 1999 var mér boðið að skoða staðinn í fylgd Fjölnis og fl. Skoðaði ég nokkrar rústir á staðnum, þ.á m. meinta kirkjurúst og vísbendingar um aðra sem Fjölnir taldi geta verið leifar af skála. Var ég honum sammála í því að þarna gæti leynst skáli og töldum við
það geta verið fróðlegt að reyna á þennan grun okkar með prufuholugreftri.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 557 .................................................. Gestir þennan mánuð: 9971 .................................................. Gestir á þessu ári: 84042 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
678430

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi