Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Ofvitinn - 2

Hefur nokkurn tíma verið uppi Íslendingur sem er eins eðlilegur í sér og ég

                                                                                                                        Ofvitinn

Bréf til Láru - 11

Flestir eru sælir í þeirri leyndu hugsun, að þeir séu vitrari og betri en aðrir menn. Það kalla þeir fágaða siðmenningu. Ég kalla það siðmenningu varanna. Þótt ég tali margt um ágæti verka minna, hefi ég alltaf skoðað mig aumasta smælingjann meðal hinna smæstu, mesta heimskingjann meðal hinna heimsku, versta syndarann meðal hinna breysku. Það kalla ég siðmenningu hjartans.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 10

Mér er eintal sálarinnar óþrotlegur auður. Dögg jarðarinnar, þytur vindanna, geislar hnígandi kvöldsólar, stjörnubjartur næturhiminn, mánansmilda bros, lygn vötn, fornar húsatættur, gamlir sorphaugar, blámi fjarlægra fjalla, skuggar dimmra dala, ljósbrot í strendu gleri, þögn hjarta míns - í þessu finn ég lyfting hins eilífa lífs.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 9

Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga.

Bréf til Láru

Íslenskur aðall - 4

Þegar ástfanginn er kvæntur sinni elskuðu , hættir hann smá saman að tilbiðja í henni sálina, vegna þess að hann er farinn að þekkja hana. Þess vegna eru flest hjónabönd tilbeiðslulausasta ásigkomulag í alheiminum.

Íslenskur aðall

Bréf til Láru - 8

Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli.

Bréf til Láru

Íslenskur aðall - 3

Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift.

Íslenskur aðall

Mitt rómantíska æði

Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur.

Mitt rómantíska æði

Bréf til Láru - 7

Andlegi dauðinn hefst með værð, sívaxandi stemningasljóleik, hugsjónahruni og ást á sveitalífi.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 6

Líkami minn er undurfínt hljóðfæri sem englar himinsins og djöflar undirheimsins leika á til skiptis.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 5

Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 4

Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.

Bréf til Láru

Íslenskur aðall - 2

Ef djöfullinn væri ekki til, hefðu menn engar siðferðiskenningar til að fara eftir. Djöfullinn er stærsti siðafrömuður og atvinnuveitandi heimsins.

Íslenskur aðall

Íslenskur aðall - 1

Það var svo leikandi einfalt á þessum tímum að skilja út í ystu æsar leyndardóma alheimsins, meðan hugsunin var óflekkuð af saurgun þekkingarinnar.

Íslenskur aðall

Bréf til Láru - 3

Hugmyndaauður minn virðist óþrotlegur,…
Á pappírinn set ég svona 10% af því, sem mér dettur í hug, er ég skrifa. Ég á oft erfitt að gera upp á milli hugmyndanna. Venjulega renna viðfangsefnin viðstöðulaust upp fyrir hugskotssjónum mínum eins og árstraumur, ósjálfrátt og í réttri röð og reglu. Ég skrifa stanslaust. En síðan ver ég oft miklum tíma í að endurbæta efnið og fága stílinn, því að þar á vandvirkni mín sér engin takmörk, ef annað brýnna kallar ekki að.

Bréf til Láru

Bréf til Láru - 2

Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.

Bréf til Láru

Steinarnir tala - 3

Pappír, blek og pennar voru lífsnauðsynjar, sem ég gat aldrei án verið, eftir að móðir mín hafði gert það axarskaft að kenna mér að skrifa. Þetta keypti ég fyrir upptíninginn minn. Og þá hlakkaði ég mikið til, þegar komið var úr kaupstaðnum með drifhvítan pappír og gljáandi penna og svart blek í ferkantaðri byttu. Þá var gaman að lifa.

Steinarnir tala

Steinarnir tala - 2

Það lá opið fyrir mér að þekkja áttir. En það rann snemma upp fyrir mér, að ég vissi engar áttir nema hér um bil. Það gerði mig óánægðan. Það stríddi á mig að fá að vita réttar áttir. Áttir og vegalengdir, það var það fyrsta sem ég man til að mig langaði að vita með vísindalegri nákvæmni.

Steinarnir tala

Steinarnir tala - 1

En svo komu önnur kvöld, sem voru öðruvísi. Það var þegar tunglið skein úr austri. Þá stóð kamarþilið í björtum ljóma og út um rúðuna lagði hvítan glampa, eins og einhverjar dularverur hefðu kveikt ljós þar inni. Þá var gaman að líta út í baðstofugluggann eða standa hjá einhverjum úti á stéttinni og horfa á þetta fallega skáldverk, sem alltaf skín fyrir innri augum mínum, þegar ég heyri nefnda Tunglskinssónötu eftir Beethoven.

Steinarnir tala

Ofvitinn - 1

Hvað er ég?
Aðeins örsnauður einstæðingur, skinhoraður og skítugur kokkræfill,
áreiðanlega snauðastur allra hinna snauðu, lingerður og ónýtur til allra líkamlegra stritverka, hjartabilaður síðan ég var á öðru ári æfinnar. Eini auður minn er spekin. Eina stolt mitt er vizkan.

Ofvitinn

Bréf til Láru - 1

Ég er einn af mestu ritsnillingum, sem ritað hafa íslenska tungu. Og sál mín er víð og djúp eins og alvaldið. Ég er skáld og fræðimaður, heimspekingur og meistari í orðsins list. Mér er og gefin sú gáfa að geta hugsað og rannsakað vísindalega. En ástæður mínar hafa meinað mér að fást við vísindastörf. Ég hefi orðið að gera mér að góðu að vera bara vesæll fræðimaður.

Bréf til Láru

Helga Jóna Ásbjarnardóttir

Þegar ég reyndi að velja einn af uppáhaldsköflum mínum úr bókum Sobbeggiafa, var úr vöndu að ráða. Ég valdi kafla úr Sálminum um blómið, þegar við Sobbeggiafi erum að galdra ullabjökkin úr ullabjakksbúðinni hans Silla og hans Valda.

Lesa meira.....

Jón Kristjánsson

Ég valdi kaflann "Vatnadagurinn mikli", vegna þess að mér eru kynni af náttúrunni og fólkinu i Öræfum mjög hugstæð. Ég hef starfs míns vegna ferðast um þá sveit og kynnst mörgum og mér finnst það mikil forréttindi.

Lesa meira.....

Jón Hjartarson

Íslenskur aðall -Framhjágangan
Hvað á ég nú að gera? Ég einblíndi nokkur augnablik niður í hljóðan veginn, eins og ég byggistvið óyggjandi goðsvari upp úr einhverjum duldum vizkbrunnum undirdjúpanna. Þá var eins og talað væri til mín utan úr þögninni: Þetta er ósvífinn dónaskapur og frekja. Láttu ekki sjást, að þú standir þarna lengur! Og einhver hluti af sjálfum mér bætti við: Það eru eins miklar líkur til, að þú hittir hana á hinum bænum, og þegar hún kemur þangað, verðurðu orðinn annar maður. Og ég lét mig líða af stað inn þjóðveginn líkt og hálfóafvitandi, eins og ég hleypti framhjá mér blindandi bæði tíma og rúmi og öllu því, sem gerzt hafði bæði í tímanum og rúminu.  Leit aðeins nokkrum sinnum um öxl, þar til bærinn var eilíflega horfinn fyrir næsta leiti. Þessi andvaka augu höfðu þá horft árangurslaust eftir elskhuga sínum daga og nætur í fimmtán þjáningar fullar vikur. Svo luktist þessi heillandi útsýn saman. Og það var eins og ekkert væri hinumegin við leitið.

Silja Aðalsteinsdóttir segir:

Ég var ekki svo lánsöm að fá að heyra Sálminn um blómið í æsku enda var ég orðin tíu ára þegar bókin kom fyrst út. Það var heldur ekki Sálmurinn sem mest var um hönd hafður á æskuheimili mínu heldur ævisaga séra Árna Þórarinssonar sem faðir minn elskaði næstum því eins heitt og Sjálfstætt fólk og gat þulið upp úr utan bókar.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690439

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi