Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Munir Þórbergs

 

Blekbytta Þórbergs sem nemendur Iðnskólans í Reykjavík 1924-1925 gáfu honum eftir að yfirvöld skólans höfðu vísað honum frá kennslu eftir að hann skrifaði bókina Bréf til Láru. Blekbyttan er skorin út af Ágústi Sigurmundssyni. Hún er eign Listasafns ASÍ, var gjöf til safnsins frá Margréti ekkju Þórbergs. Var hún lánuð tímabundið til Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu.
Nokkur sýnishorn af rithönd Þórbergs: Dagbókarbrot, reikningsbækur og bréf.
Varðveitt í Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Mælar og tæki Þórbergs, áttavitar, skrefamælir ofl. Þessi munir eru varðveittir á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Lífsreglur Þórbergs. Skinnbleðillinn er varðveittur í Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Lífsreglurnar

Þið hlæið ekki, þegar ég er orðinn fullkominn maður. Lausnin er sú, að semja mér lífsreglur, sem ákveði allt það helsta, sem mér ber að gera og ógert að láta, bæði í daglegri breytni og andlega lífinu. Ég er meira að segja búinn að semja þessar lífsreglur. Sjáið þið! Hér er uppkast að þeim á þessari stóru pappírsörk. Í nótt ætla ég að hreinskrifa þær á skinnbleðilinn þann´arna, sem hann Þorleifur gaf mér.

(Úr Ofvitanum bls. 129)

Skrifborð og stóll Þórbergs eru varðveitt á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Skjalataska Þórbergs. Á silfurskjöldinn er letrað: Þórbergur Þórðarson 12.3.1949. Taskan er varðveitt á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Blekbytta og tóbaksponta Þórbergs eru varðveittar á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Ítarefni um Þórberg og verk hans

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar:

Listinn er langt frá því að vera tæmandi, ég hef t.a.m. sleppt að skrá ýmsar smágreinar og tækifærisræður. Ég vísa til skrár Jónínu Eiríksdóttur (sjá hér fyrir neðan), þar er skráðar allar heimildir um Þórberg og verk hans fram til 1981.

Bækur

  • Gylfi Gröndal (1984). Við Þórbergur. Margrét Jónsdóttir ekkja Þórbergs Þórðarssonar segir frá. Reykjavík: Setberg.
  • Helgi M. Sigurðsson (1992). Frumleg hreinskilni. Um Þórberg Þórðarson og lífið í Reykjavík í byrjun aldarinnar. Reykjavík: Árbæjarsafn og Hið íslenzka bókmenntafélag.
  • Jónína Eiríksdóttir (1981). Þórbergur Þórðarson. Skrá um verk hans og heimildir um hann. Sérprent úr Andvara. Alþýðuprentsmiðjan.
  • Kristján Eiríksson (1979). Nokkrar athuganir á stíl Ofvitans með hliðsjón af Íslenskum aðli. Óprentuð kandídatsritgerð á Háskólabókasafni.
  • Matthías Johannesen (1959). Í kompaníi við allífið. Reykjavík: Helgafell.
  • Matthías Johannesen (1989). Í kompaníi við Þórberg. Reykjavík: Almenna bókafélagið. 
  • Sigfús Daðason (1981). Þórbergur Þórðarson. Sérprentun úr Andvara. Alþýðuprentsmiðjan.
  • Stefán Einarsson (1939). Þórbergur Þórðarson fræðimaður - spámaður - skáld fimmtugur. Heimskringla.
  • Steinþór Þórðarson (1970). Nú - nú, bókin sem aldrei var skrifuð: Minningar Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suðursveit. Bókaúgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.

Lesa meira.....

Jólahald á Hringbraut 45

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

thorb margrSigurður Þorsteinsson frá Reynivöllum í Suðursveit segir frá jólahaldi hjá Þórbergi og Margréti á Hringbraut 45 í viðtali sem María Gísladóttir tók við hann síðastliðinn vetur. Sigurður segir að þessi aðfangadagskvöld hjá þeim hjónum séu afskaplega skemmtileg og falleg í minningunni. Sigurður segir svo frá.

,, Ég flutti til Reykjavíkur 1964. Síðan gerist það í desember 1965 að ég var á gangi í Þverholtinu á leið til kunningja minna að ég rekst á þau Þórberg og Margréti. Þá voru þau á leið uppí smjörlíki en Ragnar í Smára átti þá hlutdeild í því og gaf þeim smjörlíki fyrir jólin. Þarna bjóða þau mér heim um jólin. Þá upphófst sú hefð

Eftir þetta var mér alltaf boðið til þeirra á aðfangadagskvöld og átti ég að koma klukkan 6 eða hálf 7 einhvern tíma á því tímabili. Þarna var gaman að vera, það voru fleiri karlar, Sigurjón móðurbróðir, hann var boðinn, Gísli Pálsson frá Skálafelli, hann kom alltaf eftir matinn. Það voru fleiri sem komu í þessi jólaboð á aðfangadagskvöld heldur en við frændur en það var löngu áður en ég kom til sögunnar því þeir svona heltust úr lestinni. Sigurbjörn Jónsson frá Smyrlabjörgum var einn þeirra.

Þórbergur passaði vel upp á tímann. Hann fylgdist nákvæmlega með hvenær maður kom og hafði tiltækt hvenær maður hefði komið í fyrra og hvað það hefði munað mörgum mínútum til eða frá. Hann hafði þá skráð í dagbækur sínar nákvæmlega hvenær maður hefði komið. Þórbergur sást aldrei þegar við komum. Það var Margrét sem kom til dyra og bauð okkur inn í betri stofuna, stássstofuna, hin stofan var skrifstofa Þórbergs. Hann kallaði hana umskiptingastofuna. (Umskiptingastofan var upphaflega kölluð þjóðsagnastofan vegna þess að þar las Þórbergur þjóðsögur fyrir Lillu Heggu. Stofan fékk síðan nafnið unnskiptingastofan eftir að Þórbergur las “Átján barna faðir í álfheimum” fyrir hana)

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690439

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi