Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Stutt æviágrip um Þórberg Þórðarson

Torfi Steinþórsson skrifar:

gamli haliÞórbergur Þórðarson var fæddur að Hala í Suðursveit 12. mars 1888. Foreldrar Þórbergs voru þau hjónin á Hala Anna Benediktsdóttir og Þórður Steinsson. Hjá foreldrum sínum ólst Þórbergur upp og vandist þar öllum algengum sveitastörfum sem hann vann af mikilli trúmennsku en litlum áhuga nema þá helst að bjarga kindum úr Breiðabólsstaðarklettum og róa á sjó til fiskjar. Á þeim árum var mikið af frönskum fiskiskútum á miðunum undan Steinafjall þegar líða tók á vetur. Þetta voru glæsileg skip að sjá úr fjarlægð og þessar glæsilegu duggur seiddu rauðhærða strákinn á Hala út á hafið.

Lesa meira.....

Þórbergur Þórðarson 1888 – 1974

Í Suðursveit

torbergur-203x300Þórbergur Þórðarson var einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Hann fæddist og ólst upp  á Hala í Suðursveit, sem á þeim tíma var býli í einni afskekktustu byggð á Íslandi.

Landfræðileg einangrun  Suður-sveitar, markaðist af kolmórauðum jökulfljótum beggja vegna, og að baki byggðar voru risavaxnir fjallgarðar og víðáttumiklar jökulbreiður, en brimsandar og hafnleysur við sjávarsíðuna.

Í þessari veröld, sem var lokuð frá  umheiminum, einkenndist hörð lífsbarátta fólksins af átökum við voldug náttúruöflin.

Án efa hafa þau átök verið ögrandi fyrir vitsmunaþroska fólksins, kallaði á mikla hagsýni, nákvæmni, verklagni og glöggskyggni. Einu táknin frá annarri veröld  voru franskar skútur sem sigldu upp að ströndinni á vorin og það voru þær sem seiddu ungan drenginn á vit ævintýranna.

Þórbergur Þórðarson hleypti heim-draganum 18 ára gamall,  fátækur af efn-um, en með í farteskinu þann andlega arf sem hann fékk frá forfeðrum sínum og formæðrum. Í fjósbaðstofunni á Hala naut hann bókmenntauppeldis, þar sem  Íslendingasögurnar og fleiri bókmenntir voru lesnar á síðkvöldum, hann lærði utan að fjölda ljóða og sagnahefðin var rík. Skemmtilegustu stundir lífsins voru þegar Oddný á Gerði, gömul kona af næsta bæ kom í heimsókn og sagði sögur frá löngu liðinni tíð.

Lesa meira.....

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Bréf til Láru - 11

Flestir eru sælir í þeirri leyndu hugsun, að þeir séu vitrari og betri en aðrir menn. Það kalla þeir fágaða siðmenningu. Ég kalla það siðmenningu varanna. Þótt ég tali margt um ágæti verka minna, hefi ég alltaf skoðað mig aumasta smælingjann meðal hinna smæstu, mesta heimskingjann meðal hinna heimsku, versta syndarann meðal hinna breysku. Það kalla ég siðmenningu hjartans.

Bréf til Láru

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 557 .................................................. Gestir þennan mánuð: 9971 .................................................. Gestir á þessu ári: 84042 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
678432

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi