Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Afmælisþing

Megas og MöggurAfmælisþing Þórbergsseturs sem haldið var laugardaginn 8. október var einn af hátindum í starfsemi Þórbergsseturs. Þessi dagur gleymist aldrei, - okkur  sem vorum á Hala þennan dag og nutum skemmtilegrar dagskrá. Erindi fyrirlesara um stjörnurnar, himingeiminn fyrr og nú, norðurljósin, Þórberg, ástina og lífið fönguðu hugann og í lokin komu svo tónlistarmennirnir, listaskáldin og myndlistarkonan Magga Stína, Megas og Margrét Blöndal ásamt Kristjáni Árnasyni og lyftu huganum upp til skýjanna, með skemmtilegum hugsveiflum frá myndlist til skáldskapar og tónaflæðis. Megas frumflutti ný ljóð m.a. við þekkt lag sósusöngvanna hans Þórbergs og gaf hann okkur góðfúslegt leyfi til að birta textana á heimasíðu Þórbergsseturs.
Þessi dagstund jók okkur kjark og þor og hugmyndir til að halda áfram þroskandi menningarstarfsemi næstu 10 árin  og þá í takt við breytta tíma, aðra samfélagsgerð, -  þar sem nútíminn hefur flogið til okkar utan úr heimi í formi fjölda ferðamanna alls staðar að úr veröldinni. Kínverjar, Japanir og fjölmargir Evrópubúar eiga þess nú kost að fræðast um Þórberg á sínu eigin tungumáli í gegnum hljóðleiðsögn, -  þar sem hægt er að velja um 9 tungumál, verkefni sem lokið var á afmælisári.

Hali í Suðursveit, bærinn hans Þórbergs er nú orðinn þekktur um allan heim og fólkið streymir að til að heyra sögurnar um það sem ,,gerðist í henni Glompu" njóta umhverfisins, hlusta á óperur Veraldarhafsins og hlusta á söng stjarnanna á næturhimninum.

Halatextar Megasar eru birtir hér, síðar ef til vill meira efni af málþinginu.

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 231 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10497 .................................................. Gestir á þessu ári: 102638 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
690443

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi