Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

konur4Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var haldin 13. mars síðastliðinn. Fjölmargir gestir sóttu hátíðina og var góður rómur gerður að dagskránni sem að þessu sinni var eingöngu flutt af konum. Dagskráin hófst með fjörlegum og skemmtilegum söng Kvennakórs Hornafjarðar og fá þær hinar bestu þakkir fyrir.

Iðunn Steinsdóttir las um langafa sinn, en hún hefur skrifað skáldævisögulega sögu um líf hans. Hann var ómagi og síðar vinnumaður og varpar sagan ljósi á aðbúnað og líf þeirra er minna máttu sín í samfélaginu á seinni hluta 19. aldar. Bókin ber heitið Hrólfs saga; Fönnin hylur sporin.

Guðrún Pétursdóttir og Halldóra Thoroddsen rifjuðu upp dvöl sína á Hala fyrir nær hálfri öld, en þær réðu sig sem þræla í sumarvinnu á Hala sumarið 1968, þá 18 ára að aldri og víst er að margt hefur breyst síðan þá.

Halldóra Thoroddsen kynnti síðan bók sína Tvöfalt gler, sem hlaut fjöruverðlaunin fyrir fagurbókmenntir árið 2016. Halldóra sagði frá tilurð sögunnar og erindi hennar á hátíðinni ýtti óþyrmilega við hugsun okkar áheyrenda um samfélagsþróun og hvernig við mennirnir snúum hjóli atvinnulífsins hring eftir hring með það eina markmið ,,að smækka mannlífið niður í innantóma neysluhugmynd", en rjúfum um leið eðlilegt samhengi milli kynslóða, Halldóra gaf okkur góðfúslega leyfi til að birta erindið hér á vefnum og má finna það hér: Erindi Halldóru

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur kynnti svo bókina sína um Þórberg, Ég skapa, þess vegna er ég.  Bók Soffíu er mikið þrekvirki  og að baki liggur greinilega geysimikil og vönduð rannsóknarvinna. ,,Það er óvanalegt nú til dags að lesa heila bók þar sem maður finnur að hver einasta blaðsíða og hver einasta setning er þaulhugsuð og sett fram af  yfirvegun og vandvirkni" eru ummæli sem m.a. hafa verið viðhöfð um bókina. Soffía Auður ver doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands um verk Þórbergs Þórðarsonar þann 12 maí næstkomandi.

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: .................................................. Gestir þennan mánuð: .................................................. Gestir á þessu ári: ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
651273

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi