Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Innskráning

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Upplýsingar

museum-8Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Minjagripir

museum-9

Í anddyri Þórbergsseturs er lítil minjagripaverslun, þar sem hægt er að kaupa bækur og ýmsa minjagripi.

Ummæli gesta

,,Rarely have I seen such a well done hisorical museum, ovesome job! In Italy we have
to learn from you how to mix history and creativity to make a museum envolving,
nice and truly owesome. Thanks !!

Michele Italy

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2018

bridge 2Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 14.- 15. apríl næstkomandi. Útlit er fyrir ágæta þátttöku, en byrjað verður að spila kl 13:00 á laugardeginum og spilað svo lengi sem kraftar endast. Á sunnudeginum verður byrjað spila aftur kl.10:00 og mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00. Hægt er að fá upplýsingar og skrá þátttöku í síma 893 2960 eða senda skilaboð á netfangið hali@hali .is.


Vegna fjölda fyrirspurna setjum við  inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.

Mótsgjald er 3000 krónur.

Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur, en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp á Halahangikjöt á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 2000 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.

Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7500 per mann.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Að lokinni Bókmenntahátíð

 honnudurFjöldi fólks sótti bókmenntahátíð í Þórbergssetri í tilefni af 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonur. Segja má að undur og stórmerki hafi gerst þegar stór steinn tyllti sér upp á miðlínu vegar austan Hala snemma morguns  þennan  sama dag og vakti mikla athygli. Nær öll dagskráin fjallaði um bók Þórbergs, Steinarnir tala, svo og túlkun fræðimanna nútímans á umfjöllun Þórbergs um lifandi náttúru og talandi steina. Öll dagskráin fékk því aðra og mjög svo magnaða merkingu eftir að þessi steinn losaði sig frá þrældómi fjallsins með svo eftirtektarverðum hætti og gerðist sjálfstæður einstaklingur. Flytja á steininn í hlað á Þórbergssetri og hver veit nema hann eigi eftir að tala tungum, þó síðar verði.

http://www.ruv.is/frett/steinarnir-tala-vid-upphaf-bokmenntahatidar

Birtar verða upptökur úr dagskránni síðar á Þórbergsvefnum.  

DSCF0760 2222Á hátíðinni var settur  upp minningarskjöldur um Jón Þórisson, hönnuð sýningar og byggingar Þórbergsseturs,  en hann lést í janúarmánuð 2016. Ragnheiður Steindórsdóttir eiginkona Jóns heiðraði okkur með nærveru sinni og las upp úr verkum Þórbergs, svo mikil unun var á að hlýða. Enn einu sinnu fengum við að njóta skemmtunar og listfengi Þórbergs undir lestri Ragnheiðar. Þessi stund gleymist aldrei og var enn ein sönnun þess að Þórbergur á aldrei meira erindi en nú til íslensku þjóðarinnar, þegar framundan er þjóðarátak í verndun íslenskrar tungu.

Stóra upplestrarkeppnin

uppl 18 9Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór að þessu sinni fram á Þórbergssetri í Suðursveit á 130 ára afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar. Keppendur voru alls 10 og komu frá Grunnskóla Hornafjarðar og Djúpavogsskóla. Keppendur stóðu sig öll vel og var unun að hlýða á lesturinn. En eins og í keppnum yfirleitt þá geta ekki allir sigrað. Til þess að skera úr um hverjir væru sigurvegarar keppninnar var dómnefnd sem var skipuð þeim Baldri Sigurðssyni formanni dómnefndar, Hrafnhildi Magnúsdóttur, Ragnhildi Jónsdóttur, Þorbjörgu Arnórsdóttur og Zophoníasi Torfasyni.

Sigurvegari í keppninni var Stígur Aðalsteinsson, Grunnskóla Hornafjarðar. Í öðru sæti var Hekla Pálmadóttir, Djúpavogsskóla og í þriðja sæti var Anna Lára Grétarsdóttir, Grunnskóla Hornafjarðar. Kynnir á keppninni var Tómas Nói Hauksson nemandi í 8.bekk Grunnskóla Hornafjarðar. Boðið var upp á tónlistaratriði frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu en  tveir nemendur úr 6. bekk þau Alexandra Hernandez og Róbert Þór Ævarsson fluttu nokkur lög.
Það var einkar ánægjulegt að fá þessa heimsókn frá grunnskólum Hornafjarðar og Djúpavogs á þessum merkisdegi. Upplestur unga fólksins var til mikillar fyrirmyndar og vakti vonir um glæsta framtíð íslenskrar tungu þrátt fyrir allar hrakspár síðustu ára.

Hér má sjá myndband frá keppninni.

Smelltu á Lesa meira til að sjá fleiri myndir.

 

Lesa meira.....

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs

Hin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldinn sunnudaginn 11. mars næstkomandi og þá minnst 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar, en hann var fæddur 12.mars 1888. Spennandi dagskrá þar sem steinarnir sem tala verða umfjöllun fræðimanna og rithöfunda og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og lesa upp úr verkum Þórbergs.

Gísli Pálsson mannfræðingur flytur fyrirlestur og les úr bók sinni Fjallið sem yppti öxlum:maður og náttúra. Hér er fjallað á nýstárlegan hátt um ,,jarðsambönd fólks" og nábýli við lifandi náttúruöfl. Bókin á sannarlega erindi við okkur Skaftfellinga, nú þegar Öræfajökull er að rumska,- en reyndar alla daga. Þessi voldugi nágranni okkar, Öræfajökull, -  sem við lítum upp til á hverjum degi,- en er reyndar stærðar eldfjall sem getur haft áhrif á líf okkar og aðstæður eins og hendi veifað. Hann og jöklaveröldin allt um kring eru nú mikið aðdráttarafl og uppspretta tækifæra í ferðamannabransanum. En fljótt skipast stundum veður í lofti sem dæmin sanna, eins og í Vestmannaeyjum 1973. Sambýli manns og náttúru er umfjöllunarefni í bók Gísla, hver stjórnar? Hvað er maðurinn að gera í náttúrinni, erum við á ,,mannöld" að skaða með óafturkræfum áhrifum bólstaði okkar og jörðina sjálfa?

Oddný Eir Ævarsdóttir verður einnig gestur hátíðarinnar.,,Ég steig inn í hefð Þórbergs Þórðarsonar" sagði Oddný í hádegisumræðum bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2015. Það verður forvitnilegt að heyra hana lýsa því hvernig Þórbergur Þórðarson hefur haft áhrif á hana og aðra nútímarithöfunda, -  verk hans virðast ódauðleg og endalaus uppspretta höfunda þrátt fyrir breytta heimsmynd nútímans enda stundum kallaður fyrsti nútímarithöfundur Íslands.  Á bókmenntahátíðnni fjallar hún um samband ofurnæmra vísinda við tilraunaskálskap í tengslum við skáldsögur Þórbergs, Steinarnir tala og Sálminn um blómið og nýjustu skáldsögu hennar , Undirferli.

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir ætlar að kynna útgáfu Landdómsskjala frá fyrri öldum, en þegar hafa verið gefnar út tvær bækur. Þar er margt forvitnilegt að finna og ætlar hún að fjalla um tillögur presta í Austur- Skaftafellssýslu til viðreisnar landinu árið 1771.

Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum ætlar að taka sig til og æfa upp nokkur ,,Þórbergslög" og syngja við gítarundirspil  

Daginn á eftir 12.mars á afmælisdegi Þórbergs fer stóra upplestrarkeppnin fram í Þórbergssetri og fer vel á því. Það verður því mikið um að vera á menningarsviðinu þessa daga, en einnig er mikill fjöldi ferðamanna alls staðar að úr heiminum gestkomandi þessar vikurnar. Þórbergssetur er sannarlega alþjóðleg miðstöð þar sem mætast margir ólíkir menningarheimar og fer vel á því, þar sem Þórbergur var mikill alþjóðasinni á sama tíma og Hali í Suðursveit var viðmið hans og umfjöllunarefni alla tíð.

- Tilvalið er að taka sér góðan sunnudagsrúnt í sveit sóla og njóta einstakrar dagskrár.r
Allir velkomnir -

Dagskrá
 
13:30 Setning, 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar
13:40 Fæðing Þórbergs; upplestur;  Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona
13:55 Söngur;Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur Þórbergslög við gítarundirspil
14:00 ,,Steinarnir tala," loksins: Þórbergur á mannöld ; Gísli Pálsson mannfræðingur
14:30 Steinarnir tala, Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona
14:45 Um ofurnæma steina, lífræna hugarheima, skringilegar skáldsögur ; Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur
14:20 Söngur; Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur Þórbergslög við gítarundirspil
15;25 Kirkjuferð og ýmsar sérkennilegar skynjanir  Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur
15:40  Prestar í Austur-Skaftafellssýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu árið 1771;  Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur
16:10 Vatnadagurinn mikli; Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur  
16:10 Kaffiveitingar, spjall og  söngur, Jónína Aradóttir frá Hofi í Öræfum syngur við gítarundirspil
           Allir velkomnir

 

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs 11. mars 2018

thorbHin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldinn sunnudaginn 11. mars næstkomandi og þá minnst 130 ára afmælis Þórbergs Þórðarsonar, en hann var fæddur 12. mars 1888. Spennandi dagskrá þar sem steinarnir sem tala verða umfjöllun fræðimanna og rithöfunda og Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og lesa upp úr verkum Þórbergs. Vonandi tekst að koma að einhverju tónlistaratriði á milli þátta.

Daginn eftir, 12. mars á afmælisdegi Þórbergs fer stóra upplestrarkeppnin fram í Þórbergssetri og fer vel á því. Það verður því mikið um að vera á menningarsviðinu þessa daga, en einnig er mikill fjöldi ferðamanna alls staðar að úr heiminum gestkomandi þessar vikurnar. Þórbergssetur er sannarlega alþjóðleg miðstöð þar sem mætast margir ólíkir menningarheimar og fer vel á því, þar sem Þórbergur var mikill alþjóðasinni á sama tíma og Hali í Suðursveit var viðmið hans og umfjöllunarefni alla tíð.

Dagskrá bókmenntahátíðar er eftirfarandi:
13:30 Setning, 130 ára ártíð Þórbergs Þórðarsonar
13:40 Fæðing Þórbergs; upplestur;  Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona
14:00 ,,Steinarnir tala," loksins: Þórbergur á mannöld ; Gísli Pálsson mannfræðingur
14:30 Upplestur, Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona
14:40 Um ofurnæma steina, lífræna hugarheima, stórgallaðar skáldsögur ; Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur
15:25 Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur
15:40 Prestar í Austur-Skaftafellssýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu árið 1771;  Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur
16:00 Ragnheiður Steindórsdóttir upplestur
16:10 Kaffiveitingar og spjall

 Tilvalið er að taka sér góðan sunnudagsrúnt í sveit sóla og njóta einstakrar dagskrár.
Allir velkomnir

 

Nýárskveðja 2018

nyarskvedja2018

 

Gleðilegt nýár frá Þórbergssetri !


Það berast nýárskveðjur frá Hala í Suðursveit til allra velunnara Þórbergsseturs.    Nýja árið heilsaði með logagylltri sólarupprás í suðri, og geislar sólarinnar dönsuðu og glitruðu á spegilgljándi ísnum. Sólin sem er   ,,helgasta handarverki Guðs, ein persóna Guðdómsins“ svo vitnað sé beint í Þórberg rann rólega eftir braut sinni rétt ofan sjóndeildarhrings. 

Íbúar á Halabæjunum ungir sem aldnir fögnuðu nýju ári með því að fara í leiðangur út á fjöru, sumir á skautum, aðrir sitjandi á sleða og brunuðu um ísinn, -  en flestir á nýmóðins jöklabroddum sem nóg er til af á Halabæjum eftir að jöklaferðir urðu að daglegum viðburðum,- enda hæfðu þeir flestum í hópnum ef miðað er við aldur og fyrri störf. 

Heldur hefði Þórbergi þótt það auðvirðilegur ferðamáti miða við æsifengnar lýsingar hans af skautaferðum unga fólksins á Breiðabólstaðarbæjunum frá fyrri tíð, -  jafnvel í  tungljósi á kvöldin.  En allir skemmtu sér hið besta og þessi fallegi dagur vakti bjartsýni og gleði í hugskotinu, gaf vonir um gæfuríkt ár framundan, og fréttir um hræringar í Öræfajökli og yfirvofandi náttúruvá viku til hliðar fyrir birtu og glæstum vonum um  gjöfult nýtt  ár.

Aðstandendur Þórbergsseturs þakka af alhug fyrir stuðning og velvild í gegnum árin og senda vinarkveðjur til allra þeirra sem hafa hjálpað til að gera hag Þórbergssetur sem mestan síðasta áratug.

aramot2018 2Nýtt ár

 

Morgunn

Sólroðinn merlar á mjöllinni

Ég tipla á tánum og  fanga gleðina

 

En árin telja

Yndisstundirnar, fögnuðurinn og vonin

dansa saman

 aramot2018 3

Ég fagna lífinu

Silfurperlur daganna  glitra á nöktum hálsi

Hver veit, hver veit ?

 

Höfðingleg gjöf - Ferðabók

fb6Föstudaginn 13. október síðastliðinn komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Kolbrún S Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson með merka gjöf frá Kolbrúnu til handa öllum íbúum Austur Skaftafellssýslu, en til varðveislu í Þórbergssetri.

Um er að ræða frumútgáfu af Ferðabók Eggerts og Bjarna sem gefin var út á dönsku í Kaupmannahöfn 1772. Bókin var gefin út m.a. fyrir tilstuðlan Jóns Eiríkssonar konferrensráðs frá Skálafelli í Suðursveit.

Kolbrún var fædd á Höfn, dóttir Guðlaugar Huldu Guðlaugsdóttur fósturdóttur Jóns Ívarssonar kaupfélagsstjóra og Guðríðar Jónsdóttur konu hans og kallar hún þau fósturafa og ömmu. Kolbrún var í sveit á Skálafelli í Suðursveit hjá þeim hjónum Ragnari Sigfússyni og Þorbjörgu Jónsdóttur í tvö sumur, Það var því einkar skemmtilegt að Þorbjörg á Skálafelli var viðstödd afhendingu bókarinnar.

Þórbergssetur þakkar fyrir hönd íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og skemmtilega samverustund í Þórbergssetri.

Lesa meira.....

Fleiri greinar...

 1. Haustþing 2017
 2. Tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju
 3. Þórbergur birtist í tæknivæddri veröld nútímans.
 4. Blíða á bridgemóti
 5. Merkileg ráðstefna á Höfn í Hornafirði.
 6. Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2017
 7. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 2017
 8. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 19. mars 2017
 9. Bókmenntahátíð Þórbergsseturs 2017
 10. Höfðingleg gjöf
 11. Kínverskir vasar og rússnesk sælgætisskál með töngum
 12. Á nýju ári 2017
 13. Kaldhæðin einlægni íslenska hjartans
 14. Á meðan straumarnir sungu
 15. Afmælisþing
 16. Hljóðleiðsögn í Þórbergssetri
 17. Stjörnuþing í Þórbergssetri
 18. Afmælisþing Þórbergsseturs
 19. Tónleikar á Ólafsmessu í Kálfafellsstaðarkirkju
 20. Merkur viðburður tengdur skrifum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar
 21. Bridgemót á Hala
 22. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri
 23. Hrossakjötsveisla og Bridgehátíð 2016
 24. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri
 25. Fræðaíbúð til leigu
 26. Ársskýrsla 2015
 27. Ég skapa þess vegna er ég
 28. ,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri
 29. Málþing í Þórbergssetri 25. okt. 2015
 30. Tónleikar á miðju ferðamannasumri
 31. Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri 11.- 12 apríl næstkomandi
 32. Baráttan um Brauðið
 33. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 22. mars 2015
 34. Ársskýrsla 2014
 35. Verk Þórbergs gefin út á ensku
 36. Málþing í Þórbergssetri
 37. Tónleikar og heimspekispjall
 38. Fögur er jörðin - Tónleikar á miðju ferðamannasumri
 39. Sýningin Land/brot í Þórbergssetri í sumar.
 40. Skírnarathöfn í Þórbergssetri
 41. Fræðimenn í dvöl á Hala
 42. Mikið um að vera í Þórbergssetri
 43. Glatt á hjalla í Þórbergssetri
 44. Bridgehátíð og hrossakjötsveisla 4. - 6. apríl næstkomandi
 45. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars
 46. Nýr vefur Þórbergsseturs
 47. Menningarviðburður á miðju sumri
 48. ,,Boðið heim" í Þórbergssetur og á Hala. Málþing ,,Að yrkja óreiðu"
 49. Leiðsöguskóli Íslands
 50. Merkar gjafir til Þórbergsseturs

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Hjalti Þór segir

Þórbergur Þórðarson hefur lengi heillað, bæði sem rithöfundur og persóna.  Íslenskur aðall var fyrsta bókin sem ég las eftir skáldið og frásagnargleðin heillaði frá fyrstu síðu.  Best hef ég þó skemmt mér yfir viðtali Matthíasar Johannessen við Þórberg sem birtist í bókinni Í kompaníi við Þórberg.  Sú bók er full af skemmtilegum hugleiðingum skáldsins og kostulegum frásögnum ýmist af honum sjálfum eða öðrum mönnum og verum, þessa heims og annars.  

Lesa meira...

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 424 .................................................. Gestir þennan mánuð: 8773 .................................................. Gestir á þessu ári: 32054 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
615751

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi