Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Innskráning

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Upplýsingar

museum-8Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Minjagripir

museum-9

Í anddyri Þórbergsseturs er lítil minjagripaverslun, þar sem hægt er að kaupa bækur og ýmsa minjagripi.

Ummæli gesta

,,A fantastcally personal museum. I will now go out and seek out his works Thank you”
Poul Johnson Fremantle West Australia

 

Blíða á bridgemóti

utispilHið árlega bridgemót og hrossakjötsveislan á Hala var fjölsótt að vanda. Það voru 40 spilarar víða af á landinu sem spiluðu samfleytt frá föstudagskvöldi til klukkan 2 á sunnudegi og um 60 manns sóttu hrossakjötsveisluna á laugardagskvöldinu. Einmuna veðurblíða var á laugardeginum og brugðu menn sér út í sólina með spilin stundarkorn. Vinnigshafar voru séra Halldór Gunnarsson og Kristján  Mikkelsen með 59.2 % nýtingu á spilunum og 810 stig. Í öðru sæti  voru Þórður Ingólfsson og Gunnar Páll Halldórsson með 783 stig og í þriðja sæti afkomendur Oddnýjar á Gerði, Sveinn Símonarson og Simon Sveinsson með 782 stig .

Sjá má heildarniðurstöðu keppenda hér.

Merkileg ráðstefna á Höfn í Hornafirði.

joklar1Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu, merkileg ráðstefna verður haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 28 - 30 apríl næstkomandi á vegum Háskólasetursins á Hornafirði. Um er að ræða þverfaglega nálgun efnis sem má ef til vill tengja hugtökum eins og jarðfagurfræði eða lífrænni heildarhyggju þar sem ofið er saman þeirri lífsskoðun að allt í náttúrunni sé lifandi og tilvera mannsins sé í órjúfanlegu áhrifasambandi við undur og fegurð náttúrunnar. Afsprengi sterkrar náttúruupplifunar er listsköpun sem birtist í skáldskap, myndlist og fræðiritum og nú á síðustu tímum í ferðamennsku, svo vitnað sé í doktorsritgerð dr. Soffíu Auðar Birgisdóttur frá árinu 2016. Skynjun og listræn sýn á náttúruna getur því verið skapandi afl í mismunandi listsköpun og því er eðlilegt að Skaftfellingar leiti til þess bakgrunns sem jöklar eru sem mótandi afl í upphafningu ímyndunarafls. Efni ráðstefnunnar er tengt tjáningu og lífsýn þeirra er njóta sambúðar við jökla og verða fyrir skynhrifum frá  síbreytilegu og stórbrotnu jöklalandslagi. Efni ráðstefnunnar er því fjölbreytt og þverfaglegt og tengist mörguð sviðum listsköpunar og fræðigreina auk ferðalags um jöklaveröld.

Dagskrána má sjá hér.

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2017

bm 01Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 1.- 2. apríl næstkomandi. Útlit er fyrir ágæta þátttöku, en byrjað verður að spila kl 14:00 á laugardeginum og spilað svo lengi sem kraftar endast. Á sunnudeginum verður byrjað spila aftur kl.10:00 og mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00. Hægt er að fá upplýsingar og skrá þátttöku í síma 893 2960 eða senda skilaboð á netfangið hali@hali .is.
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við  inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.Mótsgjald er 3000 krónur. Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur, en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp á Halahangikjöt og svið á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 2000 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.

Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7500 per mann.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 2017

bh 01Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt, alls voru um 60 manns sem komu í Þórbergssetur þennan dag og hlýddu á dagskrá. Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttir fluttu áhugaverð erindi um verk Þórbergs, Ofvitann og Íslenskan aðal,  Viðfjarðarskottu og Sálminn um blómið . Enn sannast það hversu verk Þórbergs geta endalaust kallað á nýjar nálganir og vel kom fram hversu mikla sérstöðu Þórbergur hafði sem rithöfundur á 20 öldinni með yfirburðar færni í stíl og einstaka þekkingu á íslensku máli. Hjörleifur Guttormsson sýndi skemmtilegar myndir tengdar Kvískerjum og  Kvískerjasystkinum og rifjaði upp heimsóknir að Kvískerjum og samveru með  þeim bræðrum,- sérstaklega Hálfdáni Arasyni. Mjög skemmtilegt var svo að hlýða á þær systur Jónínu og Sigrúnu Sigurgeirsdætur frá Fagurhólsmýri flytja ljóð ömmu þeirra í söng og með upplestri úr bókinni Brotagull sem geymir sögu hennar og ljóð.

Lesa meira.....

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 19. mars 2017

Dagskrá

 • 14:00   Setning
 • 14:05   Rauðhærði stjörnuskoðarinn á loftinu. Um fyrstu skáldverk Þórbergs Þórðarsonar og viðtökur þeirra; Þorleifur Hauksson íslensku og bókmenntafræðingur ReykjavíkurAkademíunnar
 • 14:40  Listplatið að geta orðið að engu en vera samt til – um þjóðsögur, skáldsögur og sannar sögur;  Álfdís Þorleifsdóttir meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands
 • 15:15   Kvísker- minningabrot í máli og myndum; Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur
 • 15:45  Brotagull, kynning á  kvæðakverinu hennar ömmu, Helgu Sigurðardóttur frá Hofsnesi; Jónina og Sigrún Sigurgeirsdætur flytja ljóð og söngva.
 • 16:00 Kaffiveitingar
 • 16:20 Guggurnar frá Höfn í Hornafirði flytur nokkur lög með kaffinu


                                                ALLIR VELKOMNIR

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs 2017

Bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður sunnudaginn 19. mars í Þórbergssetri og hefst kl 14:00.

Gestir hátíðarinnar eru:

 • Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttur. Þau eru Skaftfellingar, afkomendur Þorleifs Jónssonar alþingismanns í Hólum í Hornafirði og Sigurborgar Sigurðardóttur konu hans. Þau ætla að fjalla um verk Þórbergs, Íslenskan aðal, Ofvitann, Sálminn um blómið og Viðfjarðarundrin.
 • Einnig kemur Hjörleifur Guttormsson og ætlar gera grein fyrir fræða- og ritstörfum bræðranna Flosa, Hálfdáns og Sigurðar á Kvískerjum og sýna myndir frá Kvískerjum.
 • Sigrún Sigurgeirsdóttir og Jónína Sigurgeirsdóttir kynna Brotagull,  ljóðakver ömmu þeirra, Helgu Sigurðardóttur frá Hofsnesi, sem þær sáu um að gefa út.

Nánari dagskrá verður gefin út síðar.

Tilvalið að taka daginn frá, renna í Suðursveitina og hlýða á metnaðarfulla og merkilega dagskrá, sem byggir á skaftfellskum grunni.

Kaffiveitingar í lok dagskrár. Allir velkomnir

Höfðingleg gjöf

Á síðast liðnum vetri hringdi Ragnar Imsland þúsundþjalasmiður á Höfn í Hornafirði í forstöðumann Þórbergsseturs og kvaðst vera með svolítinn hlut sem hann langaði til að færa setrinu að gjöf. Þetta var þá ræðupúlt, smíðað af honum sjálfum, mikil listasmíð,  þar sem hann notaði stafagerð Þórbergs til að skrifa og skera út svo fallega nafn setursins á framhlið. Að baki liggja án efa ótal vinnustundir og er gripurinn hannaður af listamanninum þar sem hann nýtir greinilega  smekkvísi og hæfileika sína í þetta einstaka listaverk. Aðstandendur Þórbergssetur þakka af alhug þessa höfðinglegu gjöf og þann góða hug sem liggur að baki. Gefendur eru  hjónin Ragnar Imsland og Júlía Imsland, ræðupúltið kom í góðar þarfir og er nú skartað með því á öllum samkomum Þórbergsseturs

Kínverskir vasar og rússnesk sælgætisskál með töngum

Eftirfarandi bréf og gjafir bárust Þórbergssetri á síðasta ári. Aðstandendur Þórbergssetur þakka kærlega fyrir þann góða hug sem fylgir gjöfum þessum. Hér á eftir verður sá siður Mömmugöggu í heiðri hafður að skenkja gestum konfektmola úr sælgætisskálinni hvenær sem merkileg bjóð verða í Þórbergssetri.  Þess má geta að kínversku vasarnir eru merktir Qianloong 6. keisara sem var uppi 1735 – 1796 í Kína.

Eftirfarandi gjafabréf fylgdi með gjöfinni.
Þórbergur keypti þá á Kínaförinni 1952 og gaf þá Margréti konu sinni þegar heim var komið.

Um árabil var starfrækt fornverslun í Reykjavík sem nefndist Stokkur. Var hún fyrst til húsa að Vesturgötu 3 og síðar á Skólavörðustíg 21. Eigandi hennar var Marsibil Bernharðsdóttir (1912-1996) og gegndi bæði hún og verslunin merkilegu hlutverki í verslunarlífi borgarinnar. Stokkur var vettvangur margs konar viðskipta. Þangað komu menn til að selja, kaupa og eiga vöruskipti og var varningurinn oftast forngripir eða notaðir munir á sanngjörnu verði. Eigandi sá hins vegar til þess að verslunin var eitthvað annað og meira. Hún var lifandi partur af mannlífi og íslenskri þjóðmenningu. Iðulega sat Marsibil og prjónaði lopapeysur sem hún seldi erlendum ferðamönnum í verslun sinni og sjaldan var hún svo önnum kafin að hún gæfi sér ekki tíma til þess að spjalla við viðskiptavini og bar þá oft margt í góma auk umræðna um þá hluti sem falir voru. Ættfræði, pólitískar væringar, almennt siðferði og vangaveltur um lífið og tilveruna voru gjarnan á dagskrá. Af fundi Marsibilar fóru menn ósjaldan með góðan grip í farteskinu og hressir í bragði eftir upplífgandi samræður.

Bróðir minn Ólafur Pétursson (1939-2012) menntaskólakennari  og undirritaður nutum þessara heimsókna í Stokk og þegar verslunin hvarf af sjónarsviðinu, söknuðum við hennar mjög og gerðum okkur ljóst að það skarð sem myndaðist yrði aldrei að fullu bætt þótt margar aðrar góðar verslanir hafi sett sinn svip á antikmarkaðinn í Reykjavík bæði fyrr og síðar.

Eitt sinn sem oftar leit bróðir minn inn til Marsibilar og var verslunin þá komin á Skólavörðustíg að mig minnir. Sá hann þá tvo handmálaða hágæða kínverska skrautvasa úr næfurþunnu postulíni í sýningarkassa gerðum af miklum hagleik. Bróðir minn unni mjög fögrum postulínsmunum og gerðust kaup fljótt og án málalenginga. Fylgdi það sögu þessara gripa að þeir væru komnir úr búi Þórbergs Þórðarsonar (1889-1974) og hann hefði fengið þá þegar hann var á ferð í Kína. Margrét Jónsdóttir ekkja hans væri að minnka við sig og frá henni væru hlutirnir komnir. Það fylgdi og sögunni að rússnesk sælgætisskál með töngum væri þar einnig til sölu og væri hún komin sömu leið úr sama búi. Hafði Þórbergur hlotið hana að gjöf þegar hann var á ferð í Rússlandi. Þessar fréttir bar bróðir minn mér eins fljótt og hann gat. Þar sem ég hafði ætíð verið mikill áhugamaður um silfur beið ég ekki boðanna og keypti skálina undireins. Eftir lát bróður míns eignaðist ég vasana tvo og þannig eru þessir merku og fallegu gripir komnir í mína eigu.

Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig best væri að varðveita þessa hluti og um leið þá sögu sem tengist þeim. Þá vildi svo til að frænka mín Sigrún Sigurðardóttir og maður hennar Halldór Gunnarsson sögðu mér frá Þórbergssetri og hversu vel og smekklegt það væri úr garði gert. Sú hugmynd fæddist fljótt með mér að gaman væri að koma hlutunum þangað til varðveislu og bað ég Sigrúnu og Halldór að vera mér innan handar við það verkefni. Það er því algerlega þeirra verk að þoka þessu máli áfram þannig að nú virðist innan seilingar að hlutirnir komist á bestan varðveislustað. Til að ganga sem best úr skugga um að hlutirnir væru komnir úr búi Þórbergs Þórðarsonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur heimsóttu Sigrún, Halldór og ég frænku Margrétar, Helgu Jónu Ásbjarnardóttur (Lillu-Heggu) sem þekkti heimili þeirra manna best og sýndum henni gripina. Áttum við einkar skemmtilega stund í sumarbústað Helgu þar sem við nutum stakrar gestrisni hennar og kvaðst hún þekkja gripina vel. Að mínum dómi er þetta hinn besti mögulegi vottur um sannleiksgildi frásagnar Marsibilar í Stokk.

Á grundvelli þessa teljum við, Sigrún, Halldór og ég, að saga þessara hluta varðveitist best á Þórbergssetri og vonum að setrið vilji veita þeim viðtöku til eignar og varðveislu í minningu bróður míns Ólafs Péturssonar en án hans þáttar er óvíst hver afdrif listmuna Þórbergs frá Kína og Rússlandi hefðu orðið.

Sé það góðu heilli gjört.

Seltjarnarnesi, 29. apríl 2016

Sigurður Pétursson

Fleiri greinar...

 1. Á nýju ári 2017
 2. Kaldhæðin einlægni íslenska hjartans
 3. Á meðan straumarnir sungu
 4. Afmælisþing
 5. Hljóðleiðsögn í Þórbergssetri
 6. Stjörnuþing í Þórbergssetri
 7. Afmælisþing Þórbergsseturs
 8. Tónleikar á Ólafsmessu í Kálfafellsstaðarkirkju
 9. Merkur viðburður tengdur skrifum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar
 10. Bridgemót á Hala
 11. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri
 12. Hrossakjötsveisla og Bridgehátíð 2016
 13. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri
 14. Fræðaíbúð til leigu
 15. Ársskýrsla 2015
 16. Ég skapa þess vegna er ég
 17. ,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri
 18. Málþing í Þórbergssetri 25. okt. 2015
 19. Tónleikar á miðju ferðamannasumri
 20. Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri 11.- 12 apríl næstkomandi
 21. Baráttan um Brauðið
 22. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 22. mars 2015
 23. Ársskýrsla 2014
 24. Verk Þórbergs gefin út á ensku
 25. Málþing í Þórbergssetri
 26. Tónleikar og heimspekispjall
 27. Fögur er jörðin - Tónleikar á miðju ferðamannasumri
 28. Sýningin Land/brot í Þórbergssetri í sumar.
 29. Skírnarathöfn í Þórbergssetri
 30. Fræðimenn í dvöl á Hala
 31. Mikið um að vera í Þórbergssetri
 32. Glatt á hjalla í Þórbergssetri
 33. Bridgehátíð og hrossakjötsveisla 4. - 6. apríl næstkomandi
 34. Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars
 35. Nýr vefur Þórbergsseturs
 36. Menningarviðburður á miðju sumri
 37. ,,Boðið heim" í Þórbergssetur og á Hala. Málþing ,,Að yrkja óreiðu"
 38. Leiðsöguskóli Íslands
 39. Merkar gjafir til Þórbergsseturs
 40. Hrossakjötsveisla og bridgemót
 41. Dagskrá í Þórbergssetri 17. mars
 42. Þórbergsmaraþon og arfur Þórbergs 12. mars 2013
 43. Hrossakjöt og bridge
 44. Ólafsmessa árið 2012
 45. Óþrotlegur auður
 46. Gönguferðir í Suðursveit
 47. Vorið komið
 48. Sýning með frumútgáfum af verkum Þórbergs Þórðarsonar opnuð í Þórbergssetri
 49. Bridgemót og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri 2012
 50. Sigurður Pálsson rithöfundur í Þórbergssetri 25. mars

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Ármann Jakobsson segir:

Ofvitanum kynntist ég þegar ég var barn en las bókina í einu lagi í menntaskóla. Ég held það sé óhjákvæmilegt að heillast fyrst og fremst af stíl Þórbergs þegar maður les Ofvitann í fyrsta skipti, það er vandfundinn mælskari maður á íslenska tungu á 20. öld. Seinna hefur heimspeki sögunnar heillað mig. Hún fjallar um mann sem hugsar í samfélagi sem vill helst ekki hugsa. Þannig skýrist heitið, aðalpersónan (Þórbergur sjálfur) er kallaður ofviti vegna þess að hann hugsar. Þetta er auðvitað sígild aðstaða og á ekki síður við í samfélagi nútímans þar sem heimskan ræður oft ríkjum og þar á ég við verstu tegund heimskunnar og þá sem Þórbergur barðist helst við, en það er heimska af ásettu ráði.

Lesa meira...

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 0 .................................................. Gestir þennan mánuð: 9930 .................................................. Gestir á þessu ári: 58014 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
476431

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi