Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Haustþing Þórbergsseturs 2018

bokaveggur 800 Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október næstkomandi og hefst kl 11:00 fyrir hádegi. Að þessu sinni fjallar þingið alfarið um nýjar rannsóknir á verkum Þórbergs Þórðarsonar.  Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, - kemur með nemendur og áhugamenn um Þórberg með sér í fyrirlesarahópnum og á þinginu verður án efa opnað á  nýjar leiðir um vegakerfi bókmenntaverka Þórbergs Þórðarsonar, einhvers konar framhald umræðu síðustu ára. Fjallað verður m.a. um alþjóðleg áhrif á verk Þórbergs Þórðarsonar í gegnum esperantó, guðspeki og austurlensk fræði. Allir fyrirlesarar á málþinginu hafa unnið að rannsóknum á verkum meistara Þórbergs að undanförnu innan Háskóla Íslands.  Það má segja að  núna á ,,næstu öld" eru fræðimenn á hinum ýmsum sviðum. að skilja og skilgreina verk Þórbergs út frá menntun og alþjóðlegri þekkingu hans, þar sem hann lötraði sannarlega ekki um troðnar slóðir þeirrar aldar er hann ól aldur sinn á. Einnig verða málþingsgestir leiddir um sýningar Þórbergsseturs, en unnið hefur verið að ýmsum endurbótum á safninu þetta sumarið.
 
"Hér lötra allir troðnar slóðir. Hér leggur enginn nýja vegi"
 
Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 27. október og hefst kl 11:00
 
Dagskrá:
11:00 Málþingið sett
11:20  ,,Hvað hafði Mahatma Thorbergananda Thordarcharaka á móti skáldskap?: Skyggnst inn í leyndardóma iðraholsins. "
             Benedikt Hjartarson prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands
12:00 Umræður
12:10 Hádegishlé
13:00 Bókin um blekkinguna - Um maya í Íslenskum aðli; 
           Álfdís Þorleifsdóttir íslenskufræðingur og Skaftfellingur, ættuð frá Hólum í Hornafirði
13:30 Umræður
13:40 ,,Hvílík eilífð er ævi steinsins"; dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar, - Steinarnir tala
            Stefán Ágústsson mastersnemi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands
14:20 Umræður
14:30 Af litlu viti og smáskorinni þekkingu, um mál- og táknfræðinginn Þórberg Þórðarson
          Bergljót Soffía Kristjánsdóttir prófessor við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands
15:00 Umræður
15:20 Kaffihlé
16:00 Dagskrá heimamanna;
          Heimsókn á safnið undir leiðsögn heimamanna, sagt frá ýmsum nýjungum, vaka í gömlu baðstofunni á Hala  og  bjóð í þjóðsögustofunni á
          Hringbraut 45
19:00 Kvöldstund í Þórbergssetri; kvöldmatur og rabb
                 Allir velkomnir, hægt er að fá ódýra gistingu á Hala

 

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Innlit á vef

Articles View Hits
722925

 

safn

The Authors desk

 

dagbaekur

 

umhverfi