Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Draumar, konur og brauð í Bíó Paradís

Á myndinni eru Agnes Eydal, Fjölnir, Sigrún Vala , Þorbjörg, Svana (Svanlaug Jóhannsdóttir)

Draumar, konur og brauð í Bíó Paradís

Á myndinni eru Agnes Eydal, Fjölnir, Sigrún Vala , Þorbjörg, Svana (Svanlaug Jóhannsdóttir)

Laugardaginn 20.apríl var boðað til frumsýningar á kvikmynd Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur í Bío Paradís. Myndin er leikin heimildarmynd í fullri lengd og heldur manni sannarlega hugföngnum allan tímann., - blanda af kómískum leiknum senum og mörgum hápunktum í einstakri túlkun listamanna eins og Svönu söngkonu, - kvennakórnum Ljósbrá  í Fjósinu undir Eyjafjöllum, söng völvunnar á Kálfafellsstað við Völvuleiðið undir Hellaklettum í Suðursveit og náttúrutengdum senum við texta skáldkonunnar Huldu ,,Gefðu mér jörð einn grænan hvamm, svo eitthvað sé nefnt. Stutt atriði í myndinni er tekið í kirkjunni á Kálfafellsstað á Ólafsmessu siðastliðið sumar , þar sem áhorfendur fá að kynnast sögu Völvunnar á Kálfafelsstað og fylgja kirkjugestum að Völvuleiðinu undir Hellaklettum.

Á töfrandi hringferð um fallega Ísland, kynnumst við líka kraftmiklum konum, sem reka einstök kaffihús hringinn í kringum landið en líka söngkonu, sem er að skrifa handrit og samferðakonu hennar.

Svana söngkona kemur við á litla kaffihúsinu við víkina í leit að hattinum sínum. Þar kemst hún að því, að VIP úr menningarelítunni í Reykjavík verður heiðursgestur á Sólstöðuhátíð sveitarinnar eftir viku.

Svana ákveður í skyndi að skrifa nú nýja útgáfu af leikritinu sínu, „Í hennar sporum“, fara hringferð um Ísland og stíga í spor kvenna, sem reka kaffihús á landsbyggðinni. Hún freistar þess að bjarga listamannsferli sínum með þessu móti og ná að sýna Millu, formanni Menningarnefndarinnar, afraksturinn á hátíðinni. Hún býður Agnesi líffræðingi far og saman koma þær við á 5 kaffihúsum og kynnast þar konunum sem þau reka, draumum þeirra og dagdraumum.

Frásagnarmáti myndarinnar er í anda töfraraunsæis að sögn leikstjórans Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur .Ásamt því að fylgjast með Svönu og Agnesi fara hringinn þá rifja þær upp þjóðsögur og minni landsins. Tónlist spilar mjög stóran þátt í verkinu og Svana söngkona sem líka er handritshöfundur og leikstjóri verksins ber hana uppi með sínum fallega söng og tjáningu.

Frumsamið efni er í myndinn m.a. tónverk og stef eftir Agnar Má Magnússon en einnig á Una Stefánsdóttir tvö frumsamin lög og  við hlýðum á gamalt þjóðhátíðarlag Magnúsar Eiríkssonar, ,, Ástfangin í þér" sem hljómar stórkostlega í útsetningu kvennakórsins Ljósbráar. 

Hér er á ferðinni listasmíð með einstökum efnistökum þar sem saga kvenna á landsbyggðinni er gerð sýnileg og þáttur þeirra í að viðhalda menningararfinum á kvenlegum nótum með bakstri, sögum og gestrisni.

Lesa meira

Hrossakjötshátíðin 2024 á Hala í Suðursveit

bridge .jpg 2

Metþátttaka var á bridgemótinu í Þórbergssetri 13 - 14 apríl. Alls spiluðu 83 pör og sannaðist þar  að þröngt mega sáttir sitja.  Spilað var lon og don frá föstudagskvöld til kl 2 á sunnudeginum með smá svefnhléum undir morgun og svo matarhléum til að gæða sér á ýmsu heimafengnu góðgæti svo og hrossakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands.

Mótið gefur nú orðið silfurstig hjá Bridgesambandi Íslands og var myndarlega stjórnað af Þórði Ingólfssyni bridgespilara.  Alltaf bætast nýir spilarar í hópinn á hverju ári, en ákveðinn kjarni mætir þó alltaf og eru ævinlega fagnaðarfundir þegar allir hittast svona nær því ,,á sama tíma að ári". 

Vinnigshafar þetta árið voru Bernódus Kristinsson og Ingveldur Gústafsson í fyrsta sæti, Vigfús Pálsson og Ólafur Sigmarsson í öðru sæti og Jón Halldór Guðmundsson og Unnar Atli Guðmundsson í þriðja sæti . 

Fengu þeir í verðlaun bækur, sokka og húfur og auk þess fengu keppendur í fyrsta sæti frían aðgang á næsta hrossakjötsmót á Hala. Við hlökkum sannarlega til að' fá hópinn í heimsókn í apríl 2025, en ljóst er að ekki verður hægt að  bæta fleiri þátttakendum við vegna húsrýmis . Mikilvægt er því að panta snemma á næsta ári og tímasetja mótið sem fyrst.

 

 Úrslit og nöfn allra keppenda má sjá hér fyrir neðan:

   1    43  1972.1    59.0  Ingvaldur Gústafsson - Bernódus Kristinsson           
   2    40  1940.0    58.0  Vigfús Pálsson - Ólafur Sigmarsson                    
   3    22  1915.6    57.3  Unnar Atli Guðmundsson - Jón Halldór Guðmundsson      
   4    31  1890.1    56.5  Jakob Vigfússon - Vigfús Vigfússon                    
   5    14  1887.9    56.5  Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson               

   6    41  1839.9    55.0  Hjálmar S Pálsson - Árni Már Björnsson                
   7     2  1794.3    53.7  Svanhildur Hall - Sigurður Skagfjörð                  
   8    45  1783.3    53.3  Helgi Hermannsson - Ingi S Ingason                    
   9    26  1767.5    52.9  Eðvarð Hallgrímsson - Bjarni Guðmundsson              
  10    44  1766.7    52.8  Sigfinnur Snorrason - Sigurjón Karlsson               

  11    17  1748.0    52.3  Sigurður Ólafsson - Jón Sigtryggsson                  
  12    46  1747.3 *  52.3  Guðmundur Birkir Þorkelsson - Ingibjörg Guðmundsdóttir
  13    20  1747.0    52.2  Þorsteinn Sigjónsson - Jón Viðar Jónmundsson          
  14    18  1746.0    52.2  Þórgunnur Torfadóttir - Ásgrímur Ingólfsson           
  15    13  1742.5    52.1  Sigmundur Stefánsson - Baldur Kristjánsson            

  16    28  1733.2    51.8  Soffía Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir        
  17    33  1726.2    51.6  Reynir Vikar - Haraldur Sverrisson                    
  18    37  1723.8    51.5  Árni Kristjánsson - Kristján Þorvaldsson              
  19     9  1722.9    51.5  Ragnar Halldórsson - Matthías Einarsson               
  20    39  1721.1 *  51.5  Torfi Jónsson - Ævar Svan Sigurðsson                  

  21     6  1718.6    51.4  Skúli Sigurðsson - Ómar Óskarsson                     
  22     1  1687.4    50.5  Jóhann Frímannsson - Garðar Garðarsson                 
  23    34  1687.1 *  50.5  Skafti Ottesen - Guðný Ásta Ottesen                   
  24    12  1674.3    50.1  Kári B Ásgrímsson - Þórhallur Tryggvason              
  25    29  1671.0    50.0  Davíð Lúðvíksson - Emma Axelsdóttir                   

  26    27  1670.6 *  50.0  Símon Sveinsson - Soffía Anna Sveinsdóttir            
  27    15  1662.7    49.7  Sveinn Símonarson - Bergvin J Sveinssson              
  28    36  1657.5    49.6  Sunna Ipsen - Magni Ólafsson                          
  29    24  1645.2    49.2  Páll Skaftason - Einar Skaftason                      
  30    38  1634.8 *  48.9  Dóra Mjöll Stefánsdóttir - Anna Ipsen                 

  31     8  1634.0    48.9  Ragnar Logi Björnsson - Steinarr Bjarni Guðmundsson   
  32    48  1628.6 *  48.7  Þórbergur Torfason - Steinþór Torfason                
  33    19  1624.3    48.6  Una Sigurðardóttir - Valdimar S Sævaldsson            
  34    35  1612.8 *  48.2  Hallveig Karlsdóttir - Ólöf Ingvarsdóttir             
  35    21  1609.6    48.1  Ágúst Benediktsson - Sigfús Skúlason                  

  36    25  1597.0 *  47.8  Elsa Bjartmarsdóttir - Jórunn Kristinsdóttir          
  37     4  1589.3 *  47.5  Axel Jónsson - Örn Þór Þorbjörnsson                   
  38    42  1582.1 *  47.3  Ari Einarsson - Þórdís Bjarnadóttir                   
  39    10  1578.9 *  47.2  Ásta Sigurðardóttir - Valgerður Eiríksdóttir          
  40    23  1559.1 *  46.6  Eyþór Jónsson - Anna Sigríður Karlsdóttir             

  41     3  1556.6 *  46.5  Marie louise Johannsson - Arnór Már Fjölnisson        
  42    16  1540.6 *  46.1  Sigurður Valdimarsson - Auðbergur Jónsson             
  43    32  1510.3 *  45.2  Halldór Tryggvason - Rúnar Jónsson                    
  44    30  1463.7 *  43.8  Birgir Kjartansson - Sigurður Jóhannesson             
  45     5  1454.6 *  43.5  Hannes Stefánsson - Ingvar Bjarnason                  

  46    11  1437.2 *  43.0  Vilborg Gísladóttir - Bryndís Eysteinsdóttir          
  47     7  1350.5 *  40.4  Inga Þóra Jónsdóttir - Hulda María Björnsdóttir    

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

kaffiborð

 
Bókmenntahátiðin í Þórbergssetri var fjölsótt og gerður var góður rómur að dagskrá hátíðarinnar.
Dagskráin var fjölbreytt og tengdist bæði tónlist, myndlist og bókmenntum  á nýstárlegan hátt. Fjallað var um  hvernig mannfólkið  nýtti  töfra  álfatrúar, völvuspeki og alheimstungumálið esperantó til að eygja von um betri heim og  lifa af  erfiðleika og kröpp kjör fyrr á öldum, - sá hallir álfa í hillingum,  hlustaði á hinar margfróðu völvur spá um framtíðina og koma á friði milli þjóða ef allir töluð sama tungumálið., - esperantó. 

Gaman er að sjá og skynja listamenn samtímans leita í fornan menningararf og kalla fram hughrif og skýringar  á þeirri trú er lifði með þjóðinni allt fram á okkar daga, - að raunverulega væru til álfar og töll, útilegumenn og forynjur og hvernig þessar kynjaverur auðguðu ímyndunarafl og sagnaarf þjóðarinnar.. 

Við þurfum töfra í líf okkar, tilbreytingu og örvun hugans frá daglegu amstri, -  líka í nútímanum. Þá eru það listamenn, fræðimenn og sagnaþulir sem færa okkur þá gleði og fræðslu. Við fórum því margs vísari heim eftir einstaka dagskrá þessarra frábæru listamanna. Þórbergssetur þakkar fyrir skemmtilega stund og góða þátttoku heimafólks.

 
Dagskrá hátíðarinnar var eftirfarandi:
13:00 Þingið sett
13:15 Álfar á hundavaði; Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og skáld
13:45 Úr myndabók náttúrunnar; Rán Flygenring myndlistarmaður
14:15 Hundur í óskilum skemmtir með söng og glensi
14:40 Völvur á Íslandi á fyrri tíð og arfleifð þeirra; séra Sigurður Ægisson
15:10 Hvað leynist í hillunum? Heimsbókmenntirnar og bókasafn Íslenska esperantósambandsins; Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði
15:40 Kaffi, kökur og spjall

Dagskrána má sjá í heild sinni á You Tube rás Þórbergsseturs https://www.youtube.com/watch?v=DzhqwvUTcF4   Upptakan er betri eftir fyrstu 5 mínútur

Álfar, völvur og esperantó í Þórbergssetri

Hundur í óskilumHin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldin sunnudaginn 17. mars næstkomandi og hefst kl 13:00. Spennandi dagskrá þar sem skyggnst verður um í hugarheimi forfeðra og mæðra. Sagt verður frá lífi álfa, völvutrú afhjúpuð og flakkað um hulduheima bókmenntanna. Auk þess mun ,,Hundur í óskilum" skemmta okkur með söng og glensi.

Dagskráin er svohljóðandi:

13:00 Þingið sett

13:15 Álfar á hundavaði; Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og skáld

13:45 Úr myndabók náttúrunnar; Rán Flygenring myndlistarmaður

14:15 Hundur í óskilum skemmtir með söng og glensi

14:40 Völvur á Íslandi á fyrri tíð og arfleifð þeirra; séra Sigurður Ægisson

15:10 Hvað leynist í hillunum? Heimsbókmenntirnar og bókasafn Íslenska esperantósambandsins; Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði

15:40 Kaffihlé og söngur

 

 

 

 

 

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 5917
Gestir á þessu ári: ... 23940