Skip to main content

Þórbergssetur

Steinninn í hlaðinu

Andlit skáldsins

Sólsetur

Jökulsárlón

Bókaveggurinn

Norðurljós yfir Hala

Demantsströnd

Textar á sýningu

Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Það líður að jólum - minningarbrot frá liðinni tíð

Sólargeislar varpa gullinni slikjuroðagyllt jörð.jpg2 á klettabelti. Snjór er lítill á jörðu en dálítið frost hefur verið svo ísskildir og klakabunkar eru áberandi þegar litið er til skorninga og lækjarfarvega í fjallinu. Sólin skreiðist lágt yfir sléttan hafflötinn. Veður er stillt og bjart og dálítið sjávarhljóð berst til eyrna.

Það er Þorláksmessudagur og ég hef heyrt talað um það undanfarna daga að ær með tveimur lömbum sé austan í Gerðistindi nokkru fyrir neðan miðja kletta. Menn eru óþreyjufullir og ræða þetta sín á milli. Hvað er til ráða? Nú getur brugðið til hins verra með veðrið og gert snjóalög og tekið fyrir alla beit handa fé á þeim takmarkaða bithaga sem þarna er. En það er illfært um klettana þegar frost hefur verið svona samfellt í nokkra daga og fjallasprænur lagðar ísi og klappir með svellalögum og því varasamt að hætta sér í slíkan björgunarleiðangur.

Það styttist til jóla. En það eru einhver ónot í manni. Aumingja skepnurnar þurfa að standa af sér vetrarveður og ná þá ekki lengur að kroppa upp í sig. Bíður þeirra nokkuð annað en frjósa í hel og falla svo fram af klettasillunni? Í haust hafði ég séð ræfilinn af tveimur kindum fyrir neðan kletta ofan við Sléttaleiti. Þær höfðu víst hrapað ofan fyrir í fyrravetur. Þær sáust nefnilega ekki fyrr en komið var fram á vetur og ómögulegt reyndist að bjarga þeim eftir að þær lentu í teppu sem þær ekki komust úr að sjálfsdáðum.

Eftir að ég kom í jólafríið úr skólanum hjá pabba í Hrollaugsstöðum hefur mitt hlutverk hér á Hala verið að hjálpa til við útiverkin, gefa skepnunum hey og fóðurbæti sem þeim þykir ákaflega góður. Svo þarf að vatna fénu því ekkert rennandi vatn er í gömlu fjárhúsunum. Ánum er hleypt út einu sinni á dag og þær reknar austur í læk og þar drekka þær sig sprengfullar af ísköldu fjallavatni. Snjófölið á jörðu verður strax óhreint í sporum þeirra þegar þær fyrstu hafa farið leiðina að læknum. Það eru ákveðin forréttindi að vera í fyrsta hópnum í dag og fá að troða nýfallna mjöllina. Mér verður hugsað til fjárins uppi í klettum. Hvernig skyldi því reiða af?

Það er farið að skyggja og kallað í miðdagskaffi. Það er bökunarilmur sem læðist á móti manni í ganginum þegar inn er komið. Mamma er í eldhúsinu að taka plötur alsettar smákökum út úr ofninum og færir aðrar inn í staðinn. Ofninn í olíukynntu eldavélinni á Hala er ekki alls staðar jafnheitur og dálítið vandaverk að baka í honum. Kökurnar við jaðarinn á plötunni annars vegar eru dálítið brenndar en aðrar í góðu lagi. Þær brenndu er teknar frá og við systkinin fáum að gæða okkur á þeim, alveg óþarfi að henda þeim þó þær hafi tekið svolítinn lit og aukabragð. Það er fjárhúslykt í bland við fjósalykt af peysunni minni en það angrar mig alls ekki á þessari stundu. Ég hef haft ákveðið hlutverk í dag og lagði mig fram um að sinna því eins vel og ég gat.

Það er spáð góðu veðri á morgun og karlmennirnir á bæjunum hafa tekið þá ákvörðun að fara strax í birtingu og freista þess að ná kindunum úr klettunum. En það verður víst vissara að hafa með sér mannbrodda í þeirri ferð.                                                                                             
Zophonías Torfason birt í Eystra- Horni  

Íslenskur aðall í enskri þýðingu

Þ2ísl aðal á enskuórbergssetur hefur í gegnum árin stutt við útgáfu bóka sem tengjast Þórbergi Þórðarsyni eða sögu og menningu Austur Skaftafellssýslu. Þetta árið  studdi Þórbergssetur útgáfu á enskri þýðingu Julian Meldon DÁrcy á Íslenskum aðli sem kom út nú á miðju sumri undir nafninu ,,Icelandic Nobility"  Íslenskur aðall er ein merkasta bók Þórbergs og gjarnan talin hafa rutt braut skáldævisögunnar á Íslandi. Bókin hefur líka verið þýdd á þýsku. 

Þannig mjakast áfram þýðingar á helstu verkum Þórbergs. Ágæt sala er í t.d. í bókinni The Stones Speak til erlendra
ferðamanna og fræðimanna sem koma í Þórbergssetur og fá áhuga á verkum hans. Staðbundin þekking heimamanna, dásamlegar náttúrulýsingar umhverfisins hér á Hala og hugsanir fólksins sem bjó hér um aldamótin 1900  eiga nú sem sagt  greiða leið til fjölmargra ferðamanna alls staðar frá í heiminum í gegnum þetta einstaka klassíska bókmenntaverk ,,Steinarnir tala". 

 Vonandi tekst að halda áfram að þýða verk Þórbergs á ensku á næstu árum. Julian DArcy þýðandi er mikill Halavinur og hefur lagt mikla og vandaða vinnu í að þýða verk Þórbergs.  Hann dvaldi hér á meðan hann þýddi Steinana tala til að seta sig  sem best inn í staðbundna þekkingu og aðstæður. Þórbergssetur þakkar honum fyrir óeigingjarnt starf , einlæga vináttu og endalausa þolinmæði við vinnu sína. 

Hvað varð um Berg ?

 

Bergur fallinn 2

Í gær 22. nóvember sendi Kristinn Heiðar Fjölnisson drónamyndavél upp að Bergi. Ljóst er að hann hefur molnað niður í frumeindir sínar. Stórt stykki af undurstöðunni hefur losnað frá berginu.

Nú er biskupinn/ páfinn einmana þarna uppi. Hann blasir reyndar við frá Þórbergssetri en sést ógreinilega nema þegar þokan leikur við hann eða dökkur skuggi myndast á bak við hann.

Sjá myndir


Bergur fallinn 3

Í heimsókn á bernskuslóðir

Hauksson 2Eftirminnileg er heimsókn Gunnars Más Haukssonar, Þorleifssonar frá Hólum í
Hornafirði, en hann kom í heimsókn í Þórbergssetur sumarið 2024.

Hann var að vitja heimaslóðanna í Hornafirði, en hann er afabarn Þorleifs
Jónssonar alþingismanns og frændi Þórbergs Þórðarsonar. Heimsókn hans er gott
dæmi um hve margir koma og leita upprunans í Suðursveit og / eða í Austur -
Skaftafellssýslu.

Gunnar færði Þórbergssetri að gjöf bækling sem hann hafði tekið
saman og þar er merk frásögn af ferð hans í Öræfin 1949 þegar hann var í sveit hjá
föðursystur sinni Önnu í Hólum og eiginmanni hennar Hjalta Jónssyni. Séra Eiríkur
Helgason í Bjarnanesi bauð honum drengstaulanum með sér í embættisferð í Öræfin
og í ferðinni voru notaðir fjölbreyttir samgöngumátar, allt frá því að vera fótgangandi,
ríðandi, ferjaðir yfir jökulárnar í bátum og yfir í að nota nútíma samgöngur á bílum og
jafnvel í lokin, - var flogið í flugvél frá Fagurhólsmýri til Hafnar.

Frásögnin verður birt á
Þórbergsvefnum á næstu vikum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8
Gestir á þessu ári: ... 8